Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA
2. hefli 1056.
3
gurjonóóon .
Um fébótaábyrgð lögmanna
Þegar ólögfróðir menn ræða um lögfræðinga og lög-
mannsstörf, kveður það oft við, að starf lögmanna geti
ekki verið áhyggju- eða áhættumikið. Þeir þekki lögin og
réttareglurnar. Þeirra áhætta í málarekstri sé engin,
allt bitni hinsvegar á þeim, sem séu svo ógæfusamir, að
lenda í klónum á þessum mönnum, sem oft flái af þeim
bæði fé og æru.
Er þetta nú svona í raun og veru ? Ef blaðað er í dóma-
söfnum sézt, að dómstólarnir telja sig oft þurfa að beina
atliugasemdum og aðvörunum til lögmanna. Þeir eru víttir
eða sektaðir fyrir of hörð ummæli um andstæðinga sína,
um dómara, þeir eru víttir eða sektaðir fyrir að leggjá
fram skjöl með röngu efrii. Þeir eru víttir eða sektaðir
fyrir að draga mál að óþörfu, fyrir hlutdeild í formgöllum
dómara við málsmeðferð, fyrir að áfrýja eða kæra mál
að óþörfu og þannig mætti lengi telja. Ætla má, að margt
af þessu sé í raun og veru sakir aðiljanna, umbjóðenda
lögmannanna, en á lögmönnunum lenda sektirnar og vít-
urnar.
Svo virðist, sem lögmenn hér á landi liafi gefið þessu
og ábyrgð sinni yfirleitt frekar lítinn gaum og má það
merkilegt teljast.
Hér á eftir mun rætt um nokkur atriði varðandi hina
65