Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 22
vegna eðlis laganna sem samkomulagsréttar milli þegn-
anna. Ef kap. 373 og 374 hefðu verið sáttmáli við Græn-
land, hefði réttarstaða Islendinga á Grænlandi, einkan-
lega réttindi þeirra þar, verið aðalatriði frá íslenzku sjón-
armiði, og þau því fyrst og fremst verið rituð. Það er enn
fráleitt, að menn hafi ritað upp sáttmála, án þess að
nefna neitt um gagnliliða réttindi og skyldur. Að þessir
kapítular séu sáttmáli, cr ósamrýmanlegt við refsiréttinn
í Grágás, og því þegar af þeirri ástæðu ómögulegt. Áður
en menn fjölmæla um sáttmála milli Islands og Græn-
lands, ættu þeir fyrst að sanna, að Grænland hafi verið
þjóðaréttarlcgur aðili, sem hægt hafi verið að gera sáttmála
við. Grágás útilokar Grænland þar á móti frá því að vera
þjóðfélag, og frá því að geta verið nokkuð annað en hluti
inns íslenzka þjóðfélags. Hvorki sáttmáli eða þjóðaréttar-
leg viðskipti af nokkru tagi þekkjast milli Islands og
Grænlands, og það er sama og að segja, að slíkt hafi aldrei
veriö til. Grágás gefur kapítulana 373 og 374 upp sem
lög, ekki sem sáttmála, og þetta er jafnóregnjanlegt og
kapítuiarnir sjálfir. Að kapítularnir eru íslenzk landslög,
stendur því fast. Að kapítularnir svari til gagnhliða fram-
kvæmdar eriendra dóma, er ómögulegt, þegar af því, sem nú
hefir verið talið. Hugmyndin um gagnhliða framkvæmd
eriendra dcma var og óþekkt í fornöld. Að ekki er um
neitt slíkt að ræða, sést og af því, að sektirnar fá gildi
fyrir Isiand á sama augnabliki sem dómurinn eða sættin
á Grænlandi er sagt upp þar. Það er ekki uppsögn græn-
lenzku sektarinnar að lögbergi, sem fyrst gefur henni
gildi á Islandi. Enn fremur grípa fyrirmælin í kap. 373
og 374 í Staðarhólsbók margfalt víðara, og margfalt dýpra
en gagnhliða framkvæmd dóma nú. Fyrirmælin í þessum
kapítulum grípa, hvað dýptina snertir, m. a. inn í það,
hverjir verði, hverjir séu, eða haldi áfram að vera þegnar
hins íslcnzka þjóðfélags, já, meira: haldi mannréttindunum
innan liins ísl. þjóðfélags. Slíkt sem þetta hefur ekkert full-
valda þjóðfélag nokkru sinni lagt undir erlent vald.
84