Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 34
flokkar evu í algeru kosningabandalagi, sem stofnað er til
af réttum fyrirsvarsaðilum flokkanna samkvæmt einróma
samþykktum floklcsþinga beggja flokka. Báðir flokkar liafa
fullkomna samstöðu í kosningunum, sem einn flokkur væri,
kosningarlega séð.
Kosningabandalag cr þekkt kosningalagahugtak og tákn-
ar meiri eða minni samstöðu tveggja eða fleiri flokka í
kosningum, þeim til sameiginlegs eða gagnkvæms fram-
dráttar. Eru kosningabandalög heimiluð í kosningalögum
ýmissa landa og með ýmsu móti, en þó auðvitað háð ákveðn-
um skilyrðum og reglum. 1 íslenzkum kosningalögum eru
enn engin ákvæði, sem lúta að kosningabandalögum, og
hefur löggjafanum láðst að gera ráð fyrir þeim. Engu síður
hefur hér verið stofnað til svo víðtæks og algers kosninga-
bandalags tveggja stjórnmálaflokka sem orðið getur, en
cigi slíkt að viðgangast, án þess að það sé nokkrum skil-
yrðum bundið eða reglum háð, er viðbúið, að það raski hinu
löghelgaða kosningakerfi og þá sérstaklega að því er tekur
til úthlutunar uppbótarþingsæta, þannig að með engu móti
verði komið við að haga þeirri úthlutun samkvæmt ský-
lausum fyrirmælum stjórnarskrár og kosningalaga um,
að uppbótarþingsætum skuli úthlutað til jöfnunar milli
þingflokka. Nægir að vitna til þess, að slíkt algert kosn-
ingabandalag tveggja stjórnmálaflokka, sem fengi sér út-
hlutað uppbótarþingsætum í tvennu lagi, býður því heim,
að hagrætt sé framboðum og frambjóðendum víxlað með
tilliti til þess, að bandalagsflokkunum heimtist fleiri upp-
bótarþingsæti en þeim að réttu ber, og þá á kostnað ann-
arra flokka. Er vitað, að hvoru tveggju þessu er nú opin-
berlega beitt af kosningabandalagi því, sem hér um ræðir,
en miklu meiri brögð geta verið að slíku en nokkur leið
er að hafa reiður á.
Landskjörstjórn hlýtur að telja sér skylt að halda vörð
um þau fyrirmæli stjórnarskrár og kosningalaga, svo og
anda þeirra fyrirmæla og tiigang, að uppbótarþingsætum
verði úthlutað til raunhæfrar jöfnunar milli þingflokka, en
96