Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 5
kemur því aðeins til, að ávirðingar lögmannsins séu gerðar
vísvitandi, eða þarfleysi eða þýðingarleysi dómsathafnar
eða ráðstöfunar hafi verið sýnilegt. Engu máli skiptir
hins vegar þótt umbjóðandi lögmannsins hafi krafizt þess-
arar framkomu eða aðgerða af honum og lögmaðurinn hafi
aðeins hlýtt fyrirmælum umbjóðanda síns, slíkt leysir lög-
manninn ekki undan ábyrgð. Til þess að fébótaábyrgð
verði lögð á lögmanninn verður að hafa komið fram krafa
um það. Samkvæmt þessum ákvæðum getur komið til, að
slíkri bótakröfu verði beint að aðiljanum sjálfum, að þeim
aðiljanum og lögmanni hans in solidum og lögmanninum
einum.
Svo virðist, sem lögmenn séu ekki vendilega saklausir af
þeim ávirðingum, sem hér er um rætt a. m. k. að því er
varðar drátt mála og þau tilvik er um ræðir í 4. tl. 177. gr.
en sjaldgæft mun vera, að krafizt hafi verið bóta úr þeirra
hendi af þessum sökum. Benda má hér á Hrd. XXV bls. 31
og Hrd. XXV bls. 35. Þar var áfrýjanda máls gert að
greiða málskostnað, en tekið fram, að þar sem ekki hafi
verið krafizt málskostnaðar úr hendi lögmanns áfrýjanda
verði áfrýjandi sjálfur dæmdur til að greiða málskostnað.
Ef blaðað er í dómasöfnum Hæstaréttar sést, að lög-
menn hafa fengið vítur fyrir tilefnislausa áfrýjun t. d.
Hrd. XXII bls. 263, sekt fyrir tilefnislausa kæru, t. d..
Hrd. XXIII bls. 584 og vítur fyrir tilefnislausar kærur t. d.
Hrd XXIII bls. 518, XXIII bls. 639, XXV. bls. 562.
Ljót er, að í mörgum þessara tilvika hefðu andstæðingar
lögmanna getað krafizt málskostnaðar úr þeirra hendi
og fengið hann dæmdan. Hinsvegar er á það að líta, sér-
staklega að því er varðar tilefnislausar dómsathafnir, svo
sem málskot til æðra dóms, að lögmennirnir munu þar
í flestum tilvikum hafa farið eftir eindregnum kröfum
og fyrirskipunum umbjóðenda sinna, málsaðiljanna. Það
er að vísu veruleg afsökun, en ekki verður það nógsam-
lega brýnt fyrir lögmönnum að gæta sín fyllilega í skipt-
um sínum við umbjóðendur sína. Góður lögmaður verður
67