Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 33
Vilmundur Jónsson og Einar B. Guðmundsson greiddu
atkvæði á móti tillögunni og vísuðu til greinargerða sinna.
Fundi var frestað kl. 12.17 til kl. 3.
Jón Ásbjörnsson (sign)
Vilm. Jónsson (sign) Sigtr. Klemenzson (sign)
Einar B. Guðmundsson (sign) Vilhjálmur Jónsson (sign)
Greinarger'ð Einars B. Guðmundssonar
1 124. gr. 1. nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, er
landskjörstjórn falið að úthluta allt að 11 uppbótarsætum
til jöfnunar milli þingflokka, þannig að hver þeirra fái
þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við
við kosningarnar.
Við alþingiskosningar þær, er fram eiga að fara 24. júní
1956, hafa Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
stofnað til algers kosningabandalags í öllum kjördæmum
iandsins.
Islenzk lög hafa engin ákvæði að geyma um hvernig
með skuli fara, er stjórnmálaflokkar gera með sér kosn-
ingabandalög. Hinsvegar sýnist hið algera kosningabanda-
lag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins leiða til þess
að ákvæði d-liðs 31. gr. Stjórnarskárinnar og fyrrnefndu
ákvæði 124. gr. 1. nr. 80/1942, verði ekki fullnægt nema
nieð þeim hætti, að úthluta þessum flokkum sameiginlega
uppbótarþingsætum samkvæmt samanlagðri atkvæðatölu
þeirri, er þeir hljóta við kosningarnar.
Með þessum áskilnaði um sameiginlega úthlutun upp-
bótarþingsæta er til kemur, má á það fallast, að Alþýðu-
flokkurinn og Framsóknarflokkurinn beri hvor fyrir sig
fram iandslista við kosningarnar.
Einar B. Guðmundsson.
Greinargerð Vilmundar Jónssonar.
Um er að ræða tvo landslista, sinn frá hvorum stjórn-
málaflokki, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Báðir
95