Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 17
Kaflarnir 373 og 374 í Staðarhólsbók eru afritaðir eftir
gömlu handriti, sem vantaði yfirskriftir yfir kapítulana.
Það kemur og strax í Ijós, að afritarinn hefir ekki skilið
efni þeirra, og því tekið sér á hendur að leiðrétta þá. Hann
hefir tekið væna glefsu neðan af kap. 373 (frá „Sua scal“
og út) og bætt því neðan við kap. 374, er svo í hans ímynd-
un verður vörn, og hann ritar V á spássíuna.
Er þessi rangfærsla hefir verið leiðrétt, hljóða kaflarn-
ir svo:
„373 (CIV)
Ef maðr verðr veginn a gröna landi. oc scal þat her
enn sökia sem avnnor erlendis víg fyrir þat fram at eigi
er skylt at sannaðar menn hafe ut þar verit hvarki þa ne
síðan. At tengðum at eins scal þa vanda. Ef aðilinn er
agrönlande. oc sættiz hann þar a víg eða sökir um oc er þa
eigi her sócn til. Nu er eigi aðile ut þar. oc sökir annar
maðr þar til fullra laga. oc a aðili þo at sökia um biorg
þes manz her. oc þarf hann eigi at taka þær sakir af
avðrom mönnom. Enn ef annarr maðr söcir ut þar enn
aðilinn oc eigi til fullra laga. oc er þa sócn her til. Sua scal
maðr veria savc þa her um víg þat at leiða fram at domi v.
vára landa. þa er þat leggi undir þegnscap sinn at hinn
vegni være eigi fiorvi sino at firr at sa maðr væri þar eða
þat ella at sia maðr ætti fe sitt að veria eða fiör.
„374 (CV)
Ef maðr verðr sekr a gröna lande oc er huerr þeirra
manna sekr her er þar er sekr. Enn sva scal her sökia vm
biorg hans ens sekia manz er ut þar varð sekr fullre secð
sem hann yrðe her sekr a vár þingi þar til er sagt er til
secðar hans á alþingi."
En betrumbætti hinn góðgjarni afritari ekki fleira en
að færa til textann? Jú, hann hefir skotið orðinu avnnor
(önnur) inn í upphafið á 373. kapitula. Við getum ekki
gripið til textasamanburðar, af því að kaflarnir 373 og
79