Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 20
Grænlandi, hverrar þjóðar sem aðilarnir eða hinn vegni
var, og hver sem endalok málsins urðu þar, voru þau gild
og endanleg á Islandi. En sem nýlenduþing var sumar-
þingið í Görðum ályktarþing í öllum málum Grænlands
nema löggjöf og utanlandsmálum. Þau voru í höndum Al-
þingis á Islandi. Slík var afstaða allra forngerm. nýlendna
til höfuðlandsins.
En þetta er ekki ailt, því þótt annar maður en aðili
sækti vígsökina á Grænlandi, voru þetta endanleg úrslit
málsins á Islandi, ef málið aðeins var sótt til fullra laga,
hverrar þjóðar sem hinn vegni eða aðilar málsins voru.
Þetta stafar af hinni Islenzku þjóðfélagsnauðsyn, að öll-
um vígum á Grænlandi væri refsað, og hinum miklu erfið-
leikum, sem gátu verið á því, að sækja vígssakir á því
mikla og strjálbýia svæði í órafjarlægð, einnig fyrir Græn-
lendinga sjálfa.
Ef Grænland hefði verið útland, mundi sú skylda ekki
hafa hvílt á herðum Islands, að sjá um, að allar vígsakir,
hver sem hinn vegni var, væru sóttar eins fljótt og af
eins álitlegum sækjanda og kostur var á. En þar sem
Grænland var nýlenda Islands, varð Alþingi að sjá fyrir
þessu, þar sem hér. Þess vegna er rétur aðili hér sviptur
réttinum til sóknar, ef annar maður hefir aðeins sótt víg-
sökina til fullra laga þar.
Það var að vonum mjög viðkvæmt mál í fornöld, að
mæla eftir frændur sína. I engu landi nema Grænlandi
svifti Grágás frændurna þessum rétti sínum, og það er
ísl. þjóðfélagsnauðsyn, sem veldur þessu.
Sátt urn vígssök erlendis gilti ekki á Islandi, nema
sáttin væri gerð af réttum aðila samkv. Grágás og gerð
að íslenzkum lögum, og að það þar að auki væri sér-
staklega teldð fram, að hún skyldi og gilda hér, þ. e. í
hinu ísl. þjóðfélagi.
I Grágás er ekkert tekið fram um það, að sætt um vígs-
sök á Grænlandi þurfi að vera gerð að íslenzkum lög'-
82