Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 10
ef þeir vanrækja innheimtur þær, sem þeim eru á hendur
faldar. Fjárhæð skaðabótanna hlýtur að nema því fé, sem
ætla verður að unnt hefði verið að fá greitt hjá skuldar-
anum, ef rétt hefði verið á innheimtunni haldið. Að því er
varðar það atriði, hvað unnt hefði verið að innheimta hjá
skuldaranum, þá virðistoftast rétt að leggja neikvæða sönn-
unarbyrði á lögmanninn, sbr. Hrd. XIV bls. 293, enda myndi
lögmaðurinn oftast eiga hægara með að sanna, að ekki
liafi verið unnt að innheimta frekar en gert var, heldur
en skuldareigandinn að sanna, að frekara hefði verið hægt
að innheimta. Þó er ljóst að ef skuldareigandinn á jafn-
hægt cða liægar með að sanna sitt mál, þá myndi sönn-
unarbyrðin á hann lögð sbr. Hrd. XXI bls. 456.
Þessar skaðabótareglur eru, í fljótu bragði virtar, all-
harkalegar fyrir lögmennina, en hafa verður það sífellt
í huga, að þeir eru opinberir sýslunarmenn, sem almenn-
ingur á að mega treyst. Það er full ástæða til að brýna
verulega aðgætni fyrir lögmönnum við framvæmd þeirra
fjármálastarfa, sem þeim unna að vera falin.
Málflutningur er helzta starf margra lögmanna og það
starfs, sem flestum finnst skemmtilegast, enda þótt það
gefi ekki ætíð mest í aðra hönd. Málflutningsstarfið er
oftast mjög vandasamt og gerir mikla kröfu til vinnu
og þeickingar lögmannanna. Þeim, sem til þess starfs
þekkja, hlýtur að vera það Ijóst, að í því starfi getur oft
komið fyrir og kemur oft fyrir, að lögmönnum yfirsézt.
Rís þá sú spurning livort lögmaður verði fébótaábyrgur
fyrir tjóni, sem umbjóðandi hans verður fyrir vegna mis-
taka lians í málflutningi.
Þylcir þá fyrst rétt að athuga hvernig fari ef formgallar
eru frá upphafi á málatilbúnaði, þannig að varði frávísun
frá dómi. Sem dæmi má nefna, að eigi hafi verið gætt
ákvæða einkamálalaganna um sáttatilraunir fyrir sátta-
mönnum, t. d. Hrd. XIX bls. 538, kröfum eigi beint að
öllum þeim aðiljum sem nauðsynlegt var að beina kröf-
um að í málinu Hrd. XXV bls. 374, mál ranglega höfðað
72