Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 11
sem verandi í þeim flokki, þar sem sérstök málsmeðferð er höfð t. d. Hrd. XVIII bls. 378, eða mál heyrir eigi undir dómstólana, t. d. Hrd. XVIII bls 235. I dómum þeirn, sem hér voru nefndir var málum skotið til Iiæstaréttar, en vísað frá héraðsdómi vegna galla á málatilbúnaði og stefn- anda í héraði gert að greiða málskostnað. Full ástæða virð- ist til að ætla, að í flestum þessara tilvika gæti hafa farið svo að lögmennirnir hefðu verið taldir bera fébótaábyrgð á því tjóni, sem umbjóðendur þeirra urðu fyrir vegna mis- aka þessara, ef eftir bóturn hefði verið leitað. Það verður að gera þá kröfu til lögmannanna, sem stunda þá atvinnu að flytja mál, að þeir þeldci algengar reglur um flutning og undirbúning mála, þannig að ekki eigi að koma til frá- vísunar af þeim sökum. Þó er þess að gæta, að ekki virðist ástæða til að leggja fébótaábyrgðina á lögmanninn, nema um verulega vangæzlu af hans hendi sé að ræða. Ef um skaðabætur væri að ræða myndu þær venjulega ekki vera aðrar en málskostnaður sá, sem aðiljum hefði verið dæmd- ur til að greiða andstæðing sínum. Á tímabili var það algengt, að einkamál, sem til Hæstaréttar var skotið, voru ómerkt þar og þeim vís- að heim til löglegrar meðferðar í héraði, vegna þess að eigi hefði verið gætt ákvæða einkamálalaganna um mál- flutning, t. d. Iird. XIV bls. 200 og XIV bls. 314. Segja má, að hér eigi héraðsdómari meginhluta sakar, en ljóst er það, og kemur enda fram í dómnum, að lögmenn þeir, sem málin flytja eiga hér einnig verulega meðsök, og hefur komið fyrir að þeir hafa verið víttir og sektaðir fyrir þá hlutdeild sína. Það er ljóst, að nokkur kostnaður hlýtur að hafa leitt af þessu fyrir aðilja málsins og virðist allt benda til þess, að lögmennirnir beri fébótaábyrgð á því tjóni, sem af þessum sökum hefir orðið fyrir umbjóð- endur þeirra. Það hefir áður verið drepið á það í öðru sambandi, að nokkuð hafi kveðið að því, að lögmenn krefðust dómsat- hafnar að því er virtist að tilefnislitlu. Venjulegast mun 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.