Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 60
Frá Félagsdómi TrúnaJSarmenn. Hlutafélagið L í Hafnarfirði starfrækti verltsmiðju, sem vann úr fiski ýmsar afurðir, svo sem mjöl og lýsi eftii' því sem hráefni féllu til. Fór starfsmannafjöldinn á hverj- um tíma eftir því, hvort hráefni voru fyrir hendi. Að stað- aldri unnu þarna eigi færri en 9 menn, sem tóku kaup og unnu samkvæmt kjarasamningi milli vinnuveitenda- félags staðarins, sem L var aðili að, og verkamannafélags- ins H, sem nefnt liafði einn starfsmanna til þess að vera trúnaðarmann félagsins á þessum vinnustað. Var trúnað- armaður þessi skipaður í samræmi við ákvæði laga nr. 80/1938. I maímánuði 1955 unnu alls 20 manns í verksmiðjunni, en þá var þeim öllum sagt upp með viku fyrirvara vegna þess, að því er hlutafélagið hélt fram, að hráefnisskortur hefði verið fyrirsjáanlegur og því útlit fyrir að næg verk- efni yrðu ckki fyrir hendi. Til þess kom þó ekki, og voru allir starfsmennirnir ráðnir aftur, nema trúnaðarmaður- inn. Hann réði sig þá þegar til starfs hjá öðrum atvinnu- rekanda og hreyfði hvorki athugasemdum við fyrirsvars- menn verksmiðjunnar né heldur bar hann sig upp við verkamannaféiagið út af uppsögninni. Stjórn verkamannafélagsins tók uppsögnina hins vegar fljótlega til meðferðar. Kvað hún uppsögnina brot á 11. gr. laga nr. 80/1938, þar sem hlutafélagið hefði aðeins með sýndaruppsögnum verið að ná sér niðri á trúnaðar- manninum, og þannig brotið fyrri málsl. 11. gr. nefndra laga. Þessu mótmælti hlutafélagið. Félagsdómur leit svo á, að eigi væru gegn eindreginni neitun lilutafélagsins, færðar sönnur að því, að það hefði verið tilætlunin með hinum almennu uppsögnum félagsins, að ná sér niðri á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.