Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 60
Frá Félagsdómi
TrúnaJSarmenn.
Hlutafélagið L í Hafnarfirði starfrækti verltsmiðju, sem
vann úr fiski ýmsar afurðir, svo sem mjöl og lýsi eftii'
því sem hráefni féllu til. Fór starfsmannafjöldinn á hverj-
um tíma eftir því, hvort hráefni voru fyrir hendi. Að stað-
aldri unnu þarna eigi færri en 9 menn, sem tóku kaup
og unnu samkvæmt kjarasamningi milli vinnuveitenda-
félags staðarins, sem L var aðili að, og verkamannafélags-
ins H, sem nefnt liafði einn starfsmanna til þess að vera
trúnaðarmann félagsins á þessum vinnustað. Var trúnað-
armaður þessi skipaður í samræmi við ákvæði laga nr.
80/1938.
I maímánuði 1955 unnu alls 20 manns í verksmiðjunni,
en þá var þeim öllum sagt upp með viku fyrirvara vegna
þess, að því er hlutafélagið hélt fram, að hráefnisskortur
hefði verið fyrirsjáanlegur og því útlit fyrir að næg verk-
efni yrðu ckki fyrir hendi. Til þess kom þó ekki, og voru
allir starfsmennirnir ráðnir aftur, nema trúnaðarmaður-
inn. Hann réði sig þá þegar til starfs hjá öðrum atvinnu-
rekanda og hreyfði hvorki athugasemdum við fyrirsvars-
menn verksmiðjunnar né heldur bar hann sig upp við
verkamannaféiagið út af uppsögninni.
Stjórn verkamannafélagsins tók uppsögnina hins vegar
fljótlega til meðferðar. Kvað hún uppsögnina brot á 11.
gr. laga nr. 80/1938, þar sem hlutafélagið hefði aðeins
með sýndaruppsögnum verið að ná sér niðri á trúnaðar-
manninum, og þannig brotið fyrri málsl. 11. gr. nefndra
laga. Þessu mótmælti hlutafélagið. Félagsdómur leit svo
á, að eigi væru gegn eindreginni neitun lilutafélagsins,
færðar sönnur að því, að það hefði verið tilætlunin með
hinum almennu uppsögnum félagsins, að ná sér niðri á