Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Blaðsíða 5
1908, og siðar með lögum 1909 um stofnun Háskóla Is-
lands með lögfræðideild, er formlega lcomst á fót 17.
júni 1911. Mun þessa getið nánar seinna, en hér aðeins
tekið fram, að þá er stofnaður var Prestaskólinn i Reykja-
vík um miðja fyrri öldina (21. mai 1847, reglug. 30. júli
1850), var ákvæði sett um, að þar skyldi einnig kenna
prestaefnum í fyrirlestrum „almennan kirkjurétl“, en
eigi virðist mikil áherzla hafa verið á það lögð.
II.
Þegar fram í sótti urðu nú einnig önnur og rikari ráð
tiltæk Islendingum um öflun lagamenntar, þótt ekki
væri þess kostur í landinu sjálfu, þá er þeir tóku að sigla
lil lærdóms í önnur lönd, og gerðist það að vonum eink-
anlega i Danmörk, sem síðan hélzt óratima. Voru löndin
þá og komin undir einn og sama konung og æðstu stjórn-
ar- og menningarstofnanir máttu úr þvi teljast sameigin-
legar Dönum og Islendingum, en einmitt til Háskólans
í Kaupmannahöfn sóttu námsmenn héðan af landi lengst
af nær einvörðungu til æðri menntunar í hverju sem
var, þótt að visu héti svo, að prestaefni gætu öðlazt næga
undirbúningsmenntun undir starf sitt í latinuskólunum
hér heima (fyrst á biskupsstólunum, Hólum og Skálholti,
og seinna á Bessastöðum). En lagamenntun og annan
embætislærdóm varð að sækja úr landi, þangað til inn-
lendar stofnanir tóku algert við.
Háskólinn í Kaupmannahöfn (Hafnarháskóli) var
stofnaður af Kristjáni I. Danakonungi árið 1478 og er
stofnbréf hans gefið út 4. október. Var hann eini há-
skólinn, sem reistur var í Danmörku, þangað til á fyrri
hluta vfirstandandi aldar, er annar háskóli var settur á
laggir í Árósum. Hafnarháskóli varð brátt sjálfstæð stofn-
un með sérstakri stjórn, er iaut konungsvaldinu, og voru
fyrstu lærismeistarar þar sóttir suður í álfuna, en slíkar
stofnanir voru á þeim timum taldar i verkahring hinnar
æðstu kirkjstjórnar kaþólskrar, enda hafði Sixtus páfi
Tímarit lögfrœöinga
51