Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 58
hann gerði, gæti ásland það, sem af þvi leiddi, ekki ver- ið ólögmætt i skilningi 11. tl. 2. gr. laga nr. 27/1951. Ágrcin- ingur aðilja um skilning á samkomulaginu yrði því ekki borinn undir sakadóm, þar sem Reykjavíkurbær ætti sam- lcvæmt eðli málsins að hafa sakarforræði vegna kröfu um niðurrifs húss, en ekki ákæruvaldið. Var því framkom- inni kröfu vísað frá sakadómi og sakarkostnaður lagður á ríkissjóð. (Dómur sakadóms Reykjavíkur, 15. des. 1956). Brot gegn I. 47/1932, tilsk. frá 4. des. 1672, 30. gr. og kansellíbréfi frá 16. september 1797. Ákærður rekur nýlenduvöruverzlun hér í bæ. Þ. 30. desember 1954 kærði Apótekarafélag Islands ákærðan fyrir óleyfilega lvfjasölu með þvi að hafa á boðstólum í verzlun sinni geirlauksolíu í límbelgjum. (Knoblauchöl- Gelatine-Kapseln). Leiddi kæi-a þessi til kæru á hendur ákærðum um brot á fyrrnefndum lögum. Var honum gefin að sök óleyfileg lyfjasala og lyfjaauglýsingar. Um var að véla belgi, er umbúðirnar sögðu innihalda geir- lauksolíu. Samkvæmt upplýsingum, er prentaðar voru' á umbúðir belgjanna, voru þeir til þess fallnir að koma i veg fyrir flesta sjúkdóma, allt frá æðakölkun og of háum blóðþrýstingi niður í hægðateppu og gyllinæð, enda aug- lýsti ákærður belgina sem margra meina l)ót. Með þess- um lyfjaauglýsingum var ákærður fundinn sekur um brot á 1. mgr. 17. gr. 1. nr. 47/1932. Ekki fengust óyggjandi upplýsingar um efnainnihald belgjanna. Það var því ckki vitað um lækningaverkanir þeirra. En að áliti dómsins skipti það ekki meginmáli i sambandi við niðurstöðu málsins. Hvei-gi er að finna i lögum skýrgreiningu á þvi, hvað sé Ivf. Var því talið eðli- legast, að leggja til grundvallar hina fræðilegu skýringu orðsins. Læknislyf sé því það efni, sem nolað cr til lækn- 104 Tímarit lögfrœSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.