Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Blaðsíða 44
vinnu norrænna lögfræðinga skipta, en andazt siðan síð-
asta þing var háð. Sérstaklega gat hann þeirra: Prófess-
oranna Iienry Ussings og Erwin-Munch-Petersen, Niels
Olesen yfirdómslögmanns, C. B. Henriques, liæstaréttar-
lögmanns og Thomas Frölund hæstaréttarforseta frá Dan-
mörku; Ríkisforsetanna J. K. Paasikivi og Risto Rvti svo
og H. .T. Granfeldt akademi kansler frá Finnlandi; Hæsta-
réttardómaranna Einars Arnórssonar og Páls Einarssonar
frá Islandi; Ferdinands Schelderup hæstaréttardómara og
Hermans Scheel liæstaréttarforseta frá Noregi og Axels
Afzelius hæstaréttardómara og Vilhelms Lundstedt pro-
fessors frá Svíþjóð.
Af hálfu gestanna þakkaði Sverre Grette forseti hæsta-
réttar Norðmanna. Hann minnti m. a. á ræðuna, sem J.
Nelleman professor hélt, er fyrsta þingið var háð í Kaup-
mannahöfn 1872. Taldi Grette Nelleman hafa verið sann-
spáan og að enn lægi skuturinn ekki eftir.
Forseti þingsins var Olavi Honka kjörin einróma og að
venju voru formenn landsdeildanna kjörnir varaforsetar.
Þeir voru: Frá Danmörku: Dr. jur. Bernt Hjejle hæsta-
réttarlögmaður. Frá Islandi: Árni Tryggvason hæstarétt-
ardómari. Frá Noregi: Sverre Grette hæstaréttarforseti og
frá Svíþjóð: Ragnar Bergendal professor sem, vegna for-
falla Dr. jur. Birges Ekeberg rikismarskálsks, var formað-
ur sænsku deildarinnar.
Ritarar þingsins voru sinn frá liverju landi og taldir
í sömu röð: Aðalritari: Ivai Ivorte regerings-sekretare. Aðr-
ir: Henning Krog borgardómari, Áke Roschier-Holmberg
málflutningsm., Theodor B. Líndal prófessor, Paal Berg
liæstaréttarlögmaður og Slen Rudholm lagbyráchef.
Þá var gengið til dagskrár og fyrst tekið til umræðu:
Ber að hreyta ákvæðunum um hjónaskilnað.
Um þetta efni var aðalframsögumaður Helvi Sipilá mál-
flutningsmaður frá Finnlandi, en annar framsögumaður
Armann Snævarr prófessor frá Islandi. Auk þeirra tóku
til máls: Agnete Bcntzen expeditionssekretær frá Dan-
90
Timarit lögfrœöinga