Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Page 63
Frá Lögmannafélagi íslands starfsárið 1956. Kæru og ágreiningsmál, er stjórninni bárust, voru sam- tals 7. Af þeim voru 3 ágreiningsmál um þóknun fj'rir málflutnings- og lögfræðistörf, og var eitt þeirra úrskurð- að, en sætt varð í tveim. Tvær kærur bárust vegna van- skila lögmanna á innlieimtufé. Hlutaðist stjórnin til um skil í öðru þessara mála, en ekki varð því við komið í hinu. Mun það mál hafa gengið til frekari aðgerða dóm- stóla, að svo stöddu. Tveim kærumálum var vísað frá, þar sem félagsstjórn- in taldi þau ekki lievra undir sinn verkabring. Ýmis fleiri mál voru tekin fyrir á stjórnarfundum, sem ekki þykir ástæða til að geta hér sérstaklega. Haldnir voru tveir félagsfundir á árinu, og voru ýmis mál rædd og afgreidd á þeim fundum. Helzta málið, sem tekið var fyrir á þessum fundum var athugun og tillögur varðandi nýtt frumvarp til laga um meðferð einkamála í héraði o. fl., er kom fram á haust- þingi 1955, og sent var Lögmannafélaginu til umsagnar. Á aðalfundi 29. nóv. 1955, var frumvarp þetta fyrst i'ætt í félaginu og hafði Theodór B. Líndal prófessor framsögu. Urðu á þeim fundi nokkrar umræður, en með þvi að félagsmenn höfðu ekki haft nægan tíma til að kynna sér frumvarpið, var samþykkt að kjósa 3 manna nefnd til þess að athuga frumvarpið og gera tillögur unx hreytingar, ef þurfa þætti, og málið síðan rætt að nýju Timarit lögfrœöinga 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.