Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 4
hagsmuni menn vilja vernda og meS hvaða ráðum. Sem dæmi er oft vitnað í þessi ummæli danska rikissak- sóknarans August Goll: „Yið þurfum ekki að vita ann- að en að liestaþjófnaður og óhreinkun drykkjarvatns eru alvárlegustu afbrotin í Arahíu, til þess að sjá fyrir okkur sem i sjónhendingu líf og kjör þeirrar þjóðar.“ Úr okkar eigin sögu má geta sauðaþjófnaðar, sem um langan aldur var talinn einn hinn versti glæpur. Tækni- legar framfarir hafa með ýmsu móti sett mark sitt á refsilöggjöf. Til dæmis má nefna umferðarlög og loft- ferðalög, sem eru tuttugustu aldar fyrirbæri alfarið. Um- ferðarlagabrot, svo sem ölvunarakstur, sem nú er allra hrota tíðast, var gjörsamlega óþekkt fyrir nokkrum áratugum. En rótgróin hrotahugtök, eins og þjófnaður, hafa líka orðið fyrir áhrifum af tækniþróuninni. Þannig gerði tilkoma rafnragnsins nauðsvnlegt að víkka þjófn- aðarhugtakið, svo að það næði yfir ófrjálsa nýtingu orkuforða. Saga refsiviðurlaganna er ekki siður háð þjóðfélags- aðstæðum. Einkum er áherandi, hvernig þörfin á vinnu- afli á hverjum tíma hefur nrótað refsiaðferðir. Alkunna er í ýmsum löndunr Evrópu, hvernig refsifangar voru notaðir til vinnu í nánrunr og skipunr. Englendingar fluttu lengi sakamenn sína til Ástralíu, og mun það hafa þótt ódýr og lreppileg ráðstöfun til að losna við úrhrök þjóðfélagsins. Á ýmsu lrefur gengið unr dauða- refsingu. Á miðöldum, þegar fólki tók að fjölga ískvggi- lega í Evrópu, var yfirleitt gripið í æ ríkari nræli til dauðarefsingar, jafnvel fyrir hin snræstu brot. 2) Hugarstefnur eru mismunandi áhrifarík hreyfi- öfl (dynamiske faktorer) í þjóðfélaginu, senr leitast við að hafa áhrif á þjóðfélagsaðstæðurnar og þar með refsi- löggjöfina óheint, en hafa þó stundum hein áhrif á lög- gjöfina. Sem dæmi um hugarstefnur nrá nefna trúar- og siðfræðikenningar og stjórnnrálastefnur. Hafa að líkum orðið mikil straumhvörf að því er varðar stjórn- 66 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.