Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Blaðsíða 48
öðrum, sem of langt mál yrði nú upp að telja, valda
þvi að ég aðhyllist þá skoðun, að stefna beri að því i
meginatriðum, að aðskilja stjórnsýslustörf og dómstörf,
þannig að dómarar fari með sem fæst stjórnsýslustörí.
Slík skipan hefði væntanlega það í för með sér, eins og
nú hagar til hér á landi, að létt yrði af sýslumönnum
og bæjarfógetum þeim dómstörfum, er nú fvlgja þess-
um embættum.
Ekki er ólíklegt að niörgum þyki eftirsjá að þessuin
þætti í starfrækslu og skipan þessara embættismanna,
og vera má, að þeim mætu mönnum, er nú skipa þessi
embætti, yrði slílc breyting ekki með öllu sársaukalaus
og að ýmsir mundu telja hana brot á sögulangri hefð
embæltanna. En þróunin gengur í þá átt, að aðskilja
stjórnsýslu og dóm$vald. Nýjar og breyttar þjóðfélags-
aðstæður krefjast nýrra starfsbátta. Það er staðrevnd
sem ekki verður sniðgengin. Það er liins vegar ihug-
unarefni, hvort að skilnaðurinn þarf að vera alger, og
prófessor Castberg mun liafa skýrt ákvæði norsku
stjórnskipunarlaganna um dómstólaskipan þess lands
á þá lund, að ekki yrði stjórnskipulega að þvi fundið,
þótt dómendur færu með stjórnsýslustörf, ef það væri
ekki í ríkara mæli en svo, að dómstóllinn béldi því eiu-
kenni sínu, að vera samt sem áður fyrst og fremst dóm-
stóll (organ for domsmyndigheten).
Ef liorfið væri að aðgreiningu stjórnsýslu og dóm-
starfa yrði að sjálfsögðu að leggja til grundvallar miklu
stærri lögsagnarumdæmi en þau, sem nú er miðað við.
En eins og samgöngur eru nú, ætti ekkert að vera því
til fyrirstöðu. Dómarinn mundi flytja sig milli þing-
staða eftir þörfum. Það gera t. d. norsku lögmannsrétt-
irnir, en umdæmi þeirra eru mjög stór. Ef til vill mætti
miða við núverandi kjördæmi. En þar kemur einnig til
álita, hve stórt lögsagnarumdæmið þvrfti að vera til
þess að fyrir liendi væru næg verkefni fyrir sérstakan
dómara. Um það atriði ætti hin ýtarlega rannsókn, sem
110
Tímarit lögfríefiinga