Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Blaðsíða 12
sinni látið Iiann óátalinn. Gciði Garofalo fyrslur til-
lögu um slíkt. Flestir þeir, er uni afbrotafræði fjalla,
telja, að ekld beri að einskorða sig við hugtök refsirétt-
ar, enda eigi bver fræðigrein að móta sín eigin hugtök
alveg sjálfstætt. Kemur þá auðvitað bvort tveggja til
greina, að í afbrotafræði sé fengizl við ýmsa liáttsemi,
sem formlega er ekki talin afbrot að lögum, og eins
að ekki sé þar fjallað um sumt það, sem saknæmt er
að lögum. Hefur verið bent á sem dæmi liins síðara ali-
an hinn mikla fjölda sérrefsilagabrota (bagatelkrimin-
alitet) og stjórnmálaafbrot.
í upphafi þessa kafla var það talið viðfangsefni af-
brotafræði að fjalla um afbrot. Margir telja, að greinin
eigi að nema stærra land og gera grein fyrir viðurlög-
um, áhrifum þeirra á sakfellda, hvernig afskiptum rik-
isvaldsins af brotlegum er háttað o. fl. Þessi atriði eru
reyndar oft talin verkefni sérstakrar fræðigreinar, við-
urlagafræði (da. ppnologi, en. penology). Að því leyti
sem niðurstöður afbrotafræði og viðurlagafræði eru
notaðar til að koma fram umbótum á refsilögum og
refsiframkvæmd má tala um hagnýta afbrotafræði eða
refsipólitík (kriminalpolitik).
Rannsóknaraðstaða og kennsla.
Allt frá upphafi hafa rannsóknir og kennsla í afbrota-
fræði verið með nokkuð öðrum hætti vestan hafs en i
Evrópu. I Bandaríkjunum liafa félagslegir þættir verið
seltir á oddinn og kennsla og rannsóknir að mestu far-
ið fram innan félagsfræðideilda liáskólanna. Á seinni
árum liefur verið stefnt að því að Iosa afbrotafræðina
úr tengslum við almennu félagsfræðina. A. m. k. tveir
sjálfstæðir afbrotafræðiskólar hafa verið settir á lagg-
irnar, í Tallaliassee í Florida og i Berkeley í Kaliforníu.
1 kynningarritum um háskóla er að jafnaði mælt með
Berkeley til náms i afbrotafræði. Skólinn í Berkeley
(School of Criminology) starfar í fjórum aðgreindum
74
Timarit lögfræfiinga