Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Blaðsíða 16
Upphaf áfrýjunarheimildar
Þegar um er að ræða málskot til æðra dóms, er
lieimild til þess tímabundin eins og kunnugt er. Akvæði
um þessi tímamörk — áfrýjunarfrest eru í 20. gr. laga
nr. 57, 18/4 1962 um Hæstarétt. Hér verður stuttlega
vikið að því hvenær áfrýjunarfrestur hefst. Um það
efni segir í upphafi 20. gr. hrl.: „Dómsathöfnum
þeim, sem eigi sæta kæru til Hæstaréttar samk'væmt
21. gr. má áfrýja innan þriggja mánaða frá dómsupp-
sögn eða lokum dómsathafnar“. Af þessu ákvæði er
Ijóst að það er almenn regla að upphaf áfrýjunarheini-
ildar miðast við dómsuppsögu er bindur enda á mál að
formi til eða efni. En jafnframt felur greinin í sér ráða-
gerð um að einhverjum dómsathöfnum megi skjóta til
Hæstaréttar þótt þær bindi ekki enda á mál. Hún fel-
ur og í sér að málskot á þessu sviði geti orðið með
tvennum hætti þ. e. áfrýjun annars vegar en hins veg-
ar kæru shr. 21. gr., er 20 gr. vísar til.
Um það hvenær heimilt sé að skjóta greindum dóms-
athöfnum til Hæstaréttar segir hins vegar ekkert í 20.
gr. hrl.
Samkvæmt 17. gr. lirl. er heimilt að áfrýja aukamál-
um svo sem úrskurðum, vitnamálum eiðsmálum eða
matsmálið, svo og uppboðsgerðum hæði í samhandi við
aðalmálið og án þess. Hér kemur hins vegar til athug-
unar, hvort einstökum dómsathöfnum, sem lokið er
áður en liéraðsdómur gengur í aðalmálinu eða aðför,
skiptum eða upphoði lýkur, verði skotið sjálfstætt til
Hæstaréttar og ef svo yrði talið, hver séu nánari skil-
yrði þess. Til skýringar er rétt að vikja stuttlega að
þróun þessara mála undanfarið.
Samkvæmt N. L. var það almenn regla, að áfrýja
mátti dómsathöfn, jafnskjótt sem henni var lokið. Úr-
78
Tímarit lögfræðinga