Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Qupperneq 5
t JÓHANNES ELÍASSON Hinn 18. mars s.l. a5 morgni barst okkur samstarfsmönnum og vinum Jóhannesar Elías- sonar, bankastjóra, sú harmafregn, að hann hefði að kvöldi hins 17. mars orðið bráðkvadd- ur á Landspítalanum. Okkur var að vísu Ijóst, að hann gekk ekki heill til skógar, en að dauða hans bæri svo skjótt að garði grunaði okkur ekki, enda hafði hann setið bankastjórafund þennan sama dag, en tjáð okkur, að hann myndi lítið verða við næstu daga vegna læknisrannsóknar. Jóhannes Elíasson var fæddur að Hrauni f Öxnadal þann 19. maí 1920, sonur hjónanna Elí- asar Tómassonar, fyrrv. bankagjaldkera, og konu hans Róslínar Berghildar Jóhannesdótt- ur. Hann var því aðeins rúmlega 54 ára, er hann féll frá með svo sviplegum hætti. Jóhannes brautskráðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941 og hafði þá verið skipaður Inspector Scolae, en til þess veljast aðeins traustir, vin- sælir og mælskir menn. Lagaprófi lauk hann árið 1947 með góðri einkunn. Að lagaprófi loknu gerðist hann fulltrúi í Menntamálaráðuneytinu. Hann stjórnaði einnig um skeið, með leyfi þess, umfangsmiklu útgerðarfyrirtæki. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1948, hæstaréttarlögmaður 1956 og stundaði um skeið málflutningsstörf sjálfstætt. Vegna hæfileika Jóhannesar hlóðust snemma á hann mörg trúnaðarstörf. Hann var ráðinn bankastjóri í Útvegsbanka islands árið 1957 og gegndi því starfi til æviloka. Svo að eitthvað sé talið af öðrum trúnaðarstörfum hans skal hér það helsta rakið: Hann var tvívegis fulltrúi islands á þingum Sameinuðu þjóðanna, enda varð hann síðar frumkvöðull stofnunar Félags Sameinuðu þjóðanna á is- landi og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann var svo formaður félagsstjórnar frá 1971 til dauðadags. Jóhannes sat nokkrum sinnum fyrir Islands hönd árs- 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.