Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 9
Hæstaréttarlögmaður varð hann 5. júní 1930. Prófessor við Háskóla islands varð hann 22. júní 1954 og gegndi þvf starfi til ársins 1969. Auk framan- greindra aðalstarfa gegndi hann alla starfsævi sína miklum fjölda annarra trúnaðarstarfa í þágu þjóðfélagsins og ýmissa deilda þess. Sem dæmi má nefna að hann var borgarfulltrúi í Reykjavík 1928—1930, í stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis 1937—1959, formaður í sjúkrahúsráði Hvítabands- ins frá byrjun þess 1934 til 1945, formaður í Málflutningsmannafélagi íslands 1935—1939, formaður gerðardóms Verkfræðingafélags islands frá 1961, dóm- ari í Félagsdómi 1962—1965, nefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja o. m. fl. Þá starfaði hann og mjög mikið í mörgum nefndum til undirbúnings og grundvallar löggjöf landsins um mörg mikilvæg þjóðfélagsmál, svo sem laga um eftirlit með skipum, laga um slysatryggingu íslenskra skipshafna og íslenska endurtryggingu, umferðalaga, laga um Hæstarétt, um meðferð einka- mála í héraði o. fl. Þá var hann í ritnefnd Timarits lögfræðinga 1951—1953 og ritstjóri þess 1954 og síðan. Þá var hann um skeið formaður í íslandsdeild aðalsamtaka norrænna lögfræðinga, en að þeim samtökum starfaði hann mikið bæði að undirbúningi og öðru. Síðustu árin var hann af islands hálfu í mannréttindanefnd Evrópu. Loks mun hann hafa verið setudómari í um 350 málum í Hæstarétti. Þá liggja eftir hann mörg ritverk um lögfræðileg og önnur þjóðfélagsmál. Helstu ritverk hans eru: Málflutningsmannafélag Islands 25 ára 1911 — 11. des. — 1936. Rv. 1937. Um þjóðhöfðingjavald nokkurra lýðræðisríkja. Vísindafélag is'.endinga. Greinar II. 2. (1943). Nokkrar athugasemdir við 34. gr. bifreiðalaganna nr. 23. 16. júní 1941. Úlf- Ijótur (1947). Járnið á Dynskógafjöru og málaferli um það. Tímarit lögfræðinga (1953). Börns erstatningsansvar udenfor kontraktsforhold. Forhandlinger pá det tyvende nordiske juristmöte ... 1954. Oslo 1956. Almennar hugleiðingar um persónulegan nafnrétt samkvæmt íslenskum lögum. Afmælisrit helgað Ólafi Lárussyni. Rv. 1955. Háskóli islands 50 ára. Tímarit lögfræðinga (1961). Lögmannafélag islands fimmtíu ára. Tímarit lögfræðinga (1961). Jón Steingrímsson sýslumaður. Minning. Morgunblaðið 4. ágúst 1961. Um uppboð. Timarit lögfræðinga (1962). (Einnig sérprentað). Stutt spjall um þinglýsingarlöggjöfina. Tímarit lögfræðinga (1964). Lögfræðingar á íslandi 1. júní 1964. Tímarit lögfræðinga 14 (1964), sbr. 15 (1965) (ásamt Jóni Ögm. Þormóðssyni stud. jur.). Endurskoðun dóma (Áfrýjun eftir dr. Einar Arnórsson með úrfellingum, breytingum og viðbótum eftir Theodór B. Líndal) Rv. 1966—67. Fjö'.rit. Réttarfar I. Almenn ákvæði. Rv. 1967—68. Fjölrit. (Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði Rv. 1941 höfð til hliðsjónar). Um kæru til Hæstaréttar í einkamálum. Tímarit lögfræðinga (1966). Réttarfar II. Meginreglur um meðferð einkamála. Rv. 1968—1969. Fjölrit. (Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, Rv. 1941, höfð til hlið- sjónar). Æðsta dómsvald á islandi — Sögudrög. Tímarit lögfræðinga (1970). Frá Mannréttindanefnd Evrópu. Tímarit lögfræðinga (1972). 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.