Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 22
vegar sýndu rannsóknir, að meðferðin svokallaða gaf engu betri ár- angur en venjuleg refsivist. Kórvilla þeirra var sú að leggja afbrot almennt að jöfnu við sjúklegt eða afbrigðilegt ástand brotamanns. Geðlæknar og sálfræðingar réðu þar oft ferðinni og kepptu við lög- fræðinga um forystu í afbrotafræðiiðkunum. Sumir þeirra gengu svo langt að alhæfa á þá leið, að afbrot væri merki um geðrænan sjúkdóm eða væri sjúkdómur sem slíkt. Þessu til andsvara má benda á augljós einkenni til aðgreiningar á sjúkdómi og afbroti: 1) Afbrot er að jafnaði merki einhvers konai- togstreitu eða árekstra milli hins brotlega og þess, sem misgert er við, eða milli hahs og þjóðfélagsins og þeirra réglna, sem það setur. Sjúkdómur er ákveðið fyrirbrigði í líkama sjúklings eða sálarlífi. Geðrænn sjúk- dómur verður stundum rakinn til ytri togstreitu, en fullt eins oft til innri togstreitu. 2) Afbrot er venjulega framið af ásetningi eða gáleysi, en sjúkir verða menn gegn vilja sínum og oftast án þess að andvaraleysi eða óvarkárni verði um kennt. 3) Afbrot felur oftast í sér fullnægingu einhverra þarfa, en sjúk- dómur kemur að meira eða minna leyti í veg fyrir fullnægingu slíkra þarfa. 4) Hinn sjúki hefur áhuga á að leita læknis við meini sínu. Hann gefur lækni allar nauðsynlegar upplýsingar. Hann fylgir ráðum hans af fúsum vilja og leggur sig undir aðgerðir hans gegn greiðslu. Sá, sem afbrot fremur, er ekki í þessari aðstöðu. Hann sér sjaldnast nokk- urt tilefni til né hefur áhuga á að leita til lögréglu eða dómstóla af fúsum vilja til að fá „bót meina sinna“. Hér er um meiri eða minni hagsmunaárekstur að ræða gagnstætt því sem er um tengsl sjúklings og læknis. 5) Augljóst er, að lækning sjúkdóma getur orðið mjög mismun- andi eftir sjúklingum og öllu heilsufarsástandi þeirra. Hið sama á ekki við um viðurlög við afbrotum. Þar eiga lík mál helzt að fá sem líkasta meðferð og niðurstöðu. Annað sýnist ranglæti í augum hinna dæmdu. Við þetta má bæta, að á fyrri helmingi aldarinnar voru yfirleitt of- metnar hinar sálrænu orsakir afbrota, en vanmetnar hinar félagslegu orsakir. I seinni tíð virðist stundum eins og hinar félágslegu skýring- ar á afbrotum séu orðnar alls ráðandi og sálrænir og félagssálfræði- 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.