Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Page 27
yrðin lúta að umsjón og eftirliti og að farið sé að fyrirmælum um- sjónarmanns um dvalarstað, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda. Meðal annarra skilyrða, sem algeng mega telj- ast, er það, að sökunautur greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu. Að sjálfsögðu er mikill munur á högum manns, sem lifir við slík skilyrði úti í þjóðfélaginu, og högum hins, er býr á stofnun um lengri eða skemmri tíma. Fangelsið og hið frjálsa samfélag utan þess eru tveir ólíkir heimar. Fangar búa í gervisamfélági, sem lítt er hæft til að laga þá aftur að eðlilegum sam- býlisháttum. Þeir koma til baka með niðurbælda þá þætti persónu- leikans, sem þroskast bezt við samveru fjölskyldu og vina. Ætla má, að meiri von sé til jírangurs, ef þeir eru fluttir út úr stofnuninni og leitazt er við að vinna þá á band þess samfélags, sem þeir lifa í. Þeim er sýnt nokkurt traust, en jafnframt búa þeir við tvenns konar að- hald. Þeir eru ekki fullkomlega frjálsir ferða sinna né heldur um at- hafnir sínar. Þeir eiga þess ekki kost að velja skilyrði né yfirleitt að ráða nokkru um það, hvort þeir fá lausn með skilyrðum, sbr. þó 2. mgr. 40. gr. um reynslulausn. Og rjúfi þeir skilyrðin, getur komið til afplánunar að nýju, ef um náðun eða reynslulausn er að ræða, eða til þess að mál aðila sé tekið upp að nýju, sé um ákærufrestun eða skil- orðsdóm að tefla. Menn hafa æ meir sett traust sitt á úrræði utan stofnunar (krim- inalforsorg i frihed). Þau eru kostnaðarminni fyrir þjóðfélagið, þau beinast mun ákveðnar að jákvæðri uppbyggingu hins brotlega, t.d. með því að útvega honum vinnu og leysa ýmis persónuleg og fjárhags- leg vandamál hans, þau eru þrautaminni fyrir afbrotamanninn, og ekki hefur verið sýnt fram á, að þau leiði til lakari árangurs en vistun á stofnun. Náðun hefur allmikla sérstöðu í þessum flokki úrræða. Hún telst til hefðbundinna forréttinda þjóðhöfðingjans. Skv. 29. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar er það formlega í valdi forseta Islands að veita hana, en auðvitað á ábyrgð dómsmálaráðherra. Vegna þessa stjórnar- skrárákvæðis verður heimild þessi ekki takmörkuð í almennum lög- um, þannið að hún sé veitt t.d. með sömu skilyrðum og reynslulausn. I framkvæmd er náðun þó oftast skilorðsbundin. Er æskilegt, að höfð séu til hliðsjónar skilyrði reynslulausnar. Náðun er líklega meira tíðkuð hér en í nokkru öðru landi. Mun það m.a. stafa af því, að ákvæðin um reynslulausn eru of ströng, til að þeim verði almennt beitt. Þau eru nú í endurskoðun hjá hegningarlaganefnd. Má ætla, að ný ákvæði um reynslulausn beini lausn úr fangavist inn á eðlilegri 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.