Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 6
hann, og er mér minnisstætt, að skákir okkar tóku oft langan tíma, því að samtímis tókum við langar lotur til að ræða dægurmálin. Á þeim árum lásum við stundum saman lögfræði. Fór þá stundum á sömu leið, að eldhúsumræður okkar og fleiri félaga tóku æði mikinn tíma. Haukur minntist oft þessara björtu daga með hlýju, og hélt hann alltaf tryggð við vinina frá skólaárunum. Kona Hauks var Lilja Þórólfsdóttir ættuð af Ströndum. Þau gengu í hjóna- band árið 1952 og eignuðust þrjá sonu: Heimi tölvufræðing, Ragnar norrænu- nema í Háskóla íslands og Jón Hauk, sem er við dýralæknisnám í Edin- þorgarháskóla. Starfsvettvangur Hauks Jónssonar var öðrum þræði margvísleg lögfræði- störf og þá einatt málssóknir og hins vegar trúnaðarstarf í þágu stórútgerðar. Það fór ekki miklum sögum af útgerðarstörfum Hauks. Hann vann þau í kyrrþey af árvekni og samviskusemi. Auðsætt er, að húsbóndi hans, Tryggvi skipstjóri og útvegsmaður Ófeigsson, sem ritaði um hann látinn, hefur haft miklar mætur á honum. Getur hann sérstaklega um frábæra reg.lusemi hans og stundvísi. Sem málfærslumaður varð Haukur hinsvegar landskunnur og gat sér góðan orðstír. Hafa dómendur sem fylgdust með störfum hans, verið á einu máli um það, að hann hafi verið glöggur á kjarna hvers máls og greinargerðir hans og ræður einkennst af þeim máta, að lýsa atvikum hlutlægt í aðal- atriðum og gera hóflegar kröfur um málslyktir. Haukur vissi, að það fer vel saman að halda einarðlega fram sannfæringu sinni með Ijósum rökum og að gera það á þann hátt að særa sem minnst tilfinningar þeirra, sem eru á öndverðri skoðun. Það er oft vænlegast til góðs árangurs. Það fer einnig saman að vera trúr sannfæringu sinni, svo að menn láti hvorki ótta né vináttu koma sér til þess að breyta á móti henni, — og svo hitt að gera ekkert af þrætugirni eða þeim hégóma að láta aldrei undan, þótt menn sjái, að upphafleg skoðun hafi verið röng. Viðbrögð Hauks á starfsvettvangi sýndu vel, að lunderni hans einkenndist af veglyndi án veiklyndis og þrek- lyndi án þrályndis. Upplagið var gott, en miklu réð sú ögun, sem hann beitti sjálfan sig alla tíð. Sjúkur og þjáður síðustu vikurnar kvartaði hann ekki. Öllu var tekið af stillingu eins og endranær. Haukur Jónsson var alla ævi áhugasamur um þjóðmál. Hann las talsvert um pólitík og fylgdist jafnan vel með stjórnmálabaráttunni í landinu. Erlend stjórnmál, heimsmál, voru honum líka hugleikin. Hann var íhaldsmaður í eðli sínu, varfærinn en þó framfarasinnaður. Hann vissi, að þetta gat vel farið saman. Haukur var fríður sýnum og sviphreinn og mann föngulegastur á velli. Drengilegur var hann í allri framkomu. Hann var oftast hýr enda skemmti- legur hvort heldur í einkaviðræðum eða að mannfagnaði. Vinsæll var hann og ávann sér fyllsta traust þeirra, sem hann átti samskipti við. Við lát Hauks Jónssonar er skarð fyrir skildi og er þá mestur missirinn fyrir konu hans og syni. En bæði ástvinir hans og félagar minnast ævilangt hins góða drengs. Það gefur lífinu aukið gildi að hafa átt slíkan mann að vini. Ásgeir Pétursson. 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.