Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 8
1.1 Þróun stjórnsýslu og stjórnarfarsréttar hér á landi og erlendis. Áður en ég vík að sjálfri spurningunni, er rétt að hafa eftirfarandi í huga: Stjórnarfarsréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar þar sem þróunin hefur verið hvað örust hin síðari ár. Ástæður þessa eru eink- um þær, að starfsemi hins opinbera hefur aukist ár frá ári og um leið hafa starfshættir breyst innan stjórnsýslunnar svo og viðhorf al- mennings til hennar. Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Aftur á móti hefur íslenskur stjórnarfarsréttur sem fræðigrein nánast staðið í stað allt frá árinu 1955, er brautryðjanda- verk Ólafs Jóhannessonar um íslenskan stjórnarfarsrétt leit dagsins ljós. Þessi stöðnun á hinu lögfræðiléga sviði stj órnarfarsins, ef svo má að orði komast, hefur leitt til mikils misræmis vegna hinnar öru þróunar á öðrum sviðum stjórnarfarsins. Vík ég að þessu atriði nánar hér á eftir. Flestir íslenskir lögfræðingar eru að vonum ókunnugir þeim viðhorf- um, sem uppi eru í stjórnarfarsrétti annarra landa, þótt ekki sé litið lengra en til hinna Norðurlandanna. Segja má, að doktorsrit Paul Andersen um ógildar stjórnarathafnir, sem út kom í Danmörku árið 1924, hafi lagt grundvöllinn að dönskum, og þá um leið íslenskum, stjórnarfarsrétti. Rit Ólafs Jóhannessonar, sem áður var vitnað til, byggist t.d. að verulegu leyti á þeim hugmyndum, er fram komu í þessari doktorsritgerð. Síðan hefur orðið gjörbylting í norrænum stjórnarfarsrétti, sem dregið hefur dám af því, sem hefur verið að gerast í þýskum og engilsaxneskum rétti. Eiríkur Tómasson lauk lagaprófi 1975 og var síðan við framhaldsnám í stjórnarfarsrétti í Lundi 1975—76. Hann varð fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1976 og var síðar að- stoðarmaður Ólafs Jóhannessonar, er hann var dómsmála- og viðskiptaráðherra, og Stein- gríms Hermannssonar, þegar hann var dóms- málaráðherra. Frá haustinu 1979 hefur Eirík- ur starfað sem lögmaður í Reykjavík. Sam- hliða fyrrgreindum störfum hefur hann verið kennari við Hl, fyrst í viðskiptadeild, en nú í lagadeild. í erindinu, sem hér er birt, setur hann fram þá skoðun, að brýn þörf sé á al- mennum íslenskum lögum um málsmeðferð í stjórnsýslunni. 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.