Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 9
1.2 Samanburður á dómstólum og stjórnvöldum, réttarfari og stjórnarfari. Lengi vel var litið á dómstólana og stjórnkerfið sem tvo gerólíka heima. Málsmeðferð fyrir dómstólum tók fyllsta tillit til réttarörygg- is borgaranna, en meðferð mála hjá stjórnvöldum byggðist fyrst og fremst á því að afgreiða mál með sem fyrirhafnarminnstum og ódýr- ustum hætti. Þetta var og væri enn sjálfsagt, ef mikill eðlismunur væri á þeim álitaefnum, sem þessum tveim aðilum er ætlað að leysa úr. Svo er þó alls ekki, svo sem alkunnugt er. Úr íslenskum rétti nægir að benda á tvö dæmi: Annars vegar úrlausn hjónaskilnaðarmála sem nær undantekningarlaust er ráðið til lykta af stjórnvöldum, og hins végar heimild eins ráðuneytis til að kveða upp úrskurð um upptöku eigna, sbr. lög nr. 32/1976 um upptöku ólöglegs sjávarafla. Þessi dæmi sýna, svo að ekki verður um villst, að stjórnvöld, jafnt á íslandi sem í öðrum löndum, fjalla oft og tíðum um mál, þar sem í húfi eru miklir hagsmunir, persónulegs eða fjárhagslegs eðlis, og málin verða ekki að öðru leyti með neinum áþreifanlegum hætti skilin frá hefðbundnum dómsmálum. Af þessum sökum hefur stjórnarfarsréttur, annars staðar en á Is- landi, ekki síst á hinum Norðurlöndunum, verið að sveigjast í átt til réttarfars. Menn hafa í auknum rnæli beint sjónum að rétti hins al- menna borgara gágnvart hinu opinbera og breytt réttarreglunum í samræmi við það. 2. NORRÆN STJÓRNSYSLULÖG. 2.1 Aðdragandi að setningu stjórnsýslulaga í Noregi og Svíþjóð. Þróun sú, sem hér hefur verið lýst, hófst fyrst að marki eftir síð- ari heimsstyrjöld. Norðmenn og Svíar hófu þá þegar undirbúning að setningu almennra stjórnsýslulaga, er hefðu að geyma almennar regl- ur um málsmeðferð á hvaða sviði stjórnsýslunnar sem væri. Á þess- um tíma ríkti lítil lögeining í norskri og sænskri stjórnsýslu, þar sem reglur um málsmeðferð höfðu þróast á mjög mismunandi hátt á ólík- um stjórnsýslusviðum. Þetta olli því, að almenningur og jafnvel stjórn- völd sjálf vissu varla, hvað sneri upp og hvað niður í þessum efnum. Undirbúningur að hinni nýju löggjöf tók langan tíma í báðum lönd- unum. Það var ekki fyrr en 1967 að sett voru í Noregi lög um með- ferð mála í stjórnsýslunni, „Lov om behandlingsmáten i forvaltnings- saker“. Fjórum árum síðar voru svo hin sænsku stjórnsýslulög, „För- valtningslag“, samþykkt eftir tæplega þrjátíu ára langan aðdraganda. 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.