Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 11
hefur á sama hátt verið lágt fram frumvarp til stjórnsýslulaga, „For- valtningslov“. Þetta frumvarp, sem enn hefur ekki hlotið samþykki danska þingsins, er aftur á móti allfrábrugðið norsku og sænsku stjórn- sýslulögunum. Er full ástæða til að víkja nokkru nánar að efni þess. 2.4 Stutt lýsing á efnisatriðum danska stjórnsýslufrumvarpsins. Danska frumvarpið tekur til tiltölulega fárra efnisatriða. Þar má fyrst nefna hæfi (vanhæfi) stjórnvalds, þá rétt málsaðila til að kynna sér gögn í málinu (en samsvarandi ákvæði er nú að finna í dönsku upplýsingalögunum, „Offentlighedslov"), skyldu stjórnvalds til að láta aðila vita, hvað fram hafi komið í málinu samhliða rétti aðil- ans til að láta í ljós álit, skyldu stjórnvalds til að skýra frá möguleik- um á málskoti, hvort sem er til æðra stjórnvalds eða dómstóla og loks rökstuðning fyrir stjórnvaldsákvörðun. Frumvarpið gerir á hinn bóg- inn ráð fyrir því, að lögin eigi við á öllum sviðum stjórnsýslunnar, þótt hluti þeirra taki aðeins til ákvarðana um réttindi og skyldur borg- aranna, eins og í Noregi og Svíþjóð. Æskilegt hefði verið að geta lýst hinni norrænu stjórnsýslulöggjöf nokkru nánar en gert hefur verið, en tímans vegna verð ég að láta hér staðar numið og snúa mér þess í stað að Islandi. 3. STAÐA ÍSLENSKRAR STJÓRNSYSLU. Óhætt er að fullyrða, að íslensk stjórnsýsla sé ekki aðeins ung að árum í samanburði við stjórnsýslu flestra nágrannalandanna, heldur er hún harla frumstæð í bókstaflegum skilningi þess orðs. Islenskt þjóðfélag hefur tekið algjörum stakkaskiptum á fáeinum áratugum, en stjórnsýslan hefur þróast mun hægar. Á þessari hægu þróun eru bæði bjartar og dökkar hliðar. 3.1 Kostir og gallar. Islenskt stjórnkerfi er, að minnsta kosti enn sem komið er, tiltölu- lega einfalt og embættismennirnir standa almenningi nær en tíðkast í öðrum löndum, þar sem ég þekki til. Sjálf stjórnsýslan er öll óform- legri og þar af leiðandi þjálli, ef hægt er að nota það orð. Þar með eru kostir íslenskrar stjórnsýslu upptaldir, en eftir standa gallarnir, sem að mínum dómi er yfirgnæfandi. í fáum orðum sagt þá skortir íslenska stjórnsýslu þá hagkvæmni eða skilvirkni, „effektivitet“, sem krefjast verður af henni, og að auki 133

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.