Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 17
5.4 Niðurlag. Góðir áheyrendur. I grein sem ég ritaði í Tímarit lögfræðinga, meðan ég dvaldist við framhaldsnám í Svíþjóð, komst ég svo að orði, að stjórnsýslulög skorti tilfinnanlega í íslenska löggjöf. Eftir að hafa kynnst íslenskri stjórnsýslu náið í þrjú og hálft ár, er ég ekki aðeins sannfærður um, að stjórnsýslulög skorti tilfinnanlega hér á landi, heldur geng ég svo langt að fullyrða að brýna nauðsyn beri til að setja slíka löggjöf. Að minni hyggju stendur það engum nær en okkur, íslenskum lögfræðingum, að sjá til þess að svo verði gert. Því ber sérstaklega að fagna því framtaki Lögfræðingafélags Islands að efna til umræðu um jafn mikilsvert mál. HELSTU HEIMILDIR: Stjórnarfarsréttur, 1955, eftir Ólaf Jóhannesson. Forvaltningsloven, 1967, eftir Arvid Frihagen. Förvaltningslagen, 1975, eftir Tryggve Hellners. Udkast til forvaltningslov, útg. danska dómsmálaráðuneytið. Forvaltningsprocesreform, eftir Níels Eilschou Holm, birtist í Juristen & 0konomen 1978. Sænsku stjórnsýslulögin frá 1971, eftir höf., birtist í Tímariti lögfræðinga, 4. hefti 1975. Málþing LögfræSingafélags íslands um stjórnarfarsrétt var haldið að Minni- borg í Grímsnesi 13. október 1979. í þessu hefti eru birt 4 erindi, sem þar voru flutt. Að auki hélt Gunnar J. Möller hæstaréttarlögmaður erindi, sem hann nefndi: Rökstuðningur fyrir stjórnvaldsákvörðunum. Þess er vænst, að þessi fyrirlestur fáist til birtingar, og verður hann þá prentaður í tímaritinu. 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.