Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 18
Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri: AÐGANGUR MÁLSAÐILA AÐ GÖGNUM MÁLSINS EFNISYFIRLIT: I. Inngangur. ..............................................140 II. Rök fyrir almennum aðgangi að upplýsingum ...............141 III. Aðgangur málsaðila að gögnum málsins.....................142 A. Núverandi ástand......................................142 B. Aðgangur aðila máls að gögnum í réttarfarinu........143 C. Ýmis lög, sem fjalla að einhverju leyti um að- gang málsaðila að gögnum málsins..................... 144 D. Frumvarp um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum ..................................146 I. INNGANGUR. Ef menn hugleiða og bera saman þær ákvarðanir, sem stjórnvöld taka annars vegar og dómstólar hins vegar, leikur enginn vafi á því, að ákvarðanir stjórnvalda eru iðuléga afdrifaríkari og varða almenn- ing yfirleitt mun meira en ákvarðanir, sem dómstólar taka í dómum sínum. Það má því teljast harla undarlegt, að enn skuli ekki vera til almennar reglur um málsmeðferð hjá stjórnvöldum á sama hátt og hjá dómstólum. Á síðustu áratugum hafa verið settar reglur á Norðurlöndunum um málsmeðferð hjá stjórnvöldum. Þessar reglur eru nokkuð mismun- andi eftir löndum, og mislangt er gengið í þeim. Annar frummælandi í dag reifar sjónarmið með og á móti lögfest- ingu reglna um almenna málsmeðferð hjá stjórnvöldum. Tel ég því óþarft að fjalla nánar um þær. Sjálfur tel ég að setja þurfi sérstök stjórnsýslulög um málsmeðferð í stjórnsýslunni, þar sem kveðið verði á um vanhæfi stjórnvalda, málskot, o. fl. Eitt þeirra atriða, sem fjalla þarf um, er reglur um aðgang aðila máls að gögnum málsins. Tvívegis hafa verið lögð fram á Alþingi á síðustu árum lagafrumvörp um aðgang að upplýsingum hjá almanna- 140

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.