Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 19
stofnunum. Einn kafli þessara frumvarpa hefur að geyma ákvæði um aðgang málsaðila að gögnum máls. Frumvörpin eru einkum sniðin eftir dönskum reglum, sem er ofur skiljanlegt, þar sem íslensk stjórn- sýsla er byggð að danskri fyrirmynd. Ég mun víkja nánar að frum- vörpunum síðar. II. RÖK FYRIR ALMENNUM AÐGANGI AÐ UPPLYSINGUM. Að sumu leyti gilda líkar reglur um aðgang almennings og aðgarig málsaðila að upplýsingum hjá stjórnvöldum, en réttur málsaðila er þó meiri. Að öðru leyti gilda gjörólíkar reglur, þar sem rökin að baki aðgangs- heimild almennirigs að upplýsingum eru reist á allt öðrum forsend- um, þ. e. a. s. rétti fólks til að fylgjast með því, sem er að gerast hjá framkvæmdavaldinu, alveg á sama hátt og því er tryggður réttur til að fylgjast með því sem gerist hjá löggjafarvaldinu og hjá dóms- valdinu. Til þess að auðvelda almenningi að fylgjast með því, sem gerist í stjórnsýslunni, hafa verið sett ýmis lög og reglur, og einnig hafa skapast ýmsar venjur um upplýsingamiðlun frá hinu opinbera. Auk birtingar í Stjórnartíðindum og Lögbirtingarblaði, eru gefnar út árs- skýrslur, fréttabréf og fréttatilkynningar. Þá eru haldnir blaðamanna- fundir, manntalsþing o. s. frv. Einnig er stundum skylt að kynna fyrir- Hjalti Zóphóníasson lauk lagaprófi 1971. Hann var fyrst fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi, en hóf störf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1972 og hefur verið deildarstjóri þar síðan 1978. í fyrirlestri þeim, sem hér er birtur, lýsir Hjalti þeirri skoðun sinni, að ekki sé þörf á að setja I lög, að almenningur eigi aðgang að op- inberum skjölum. Hins vegar telur hann þörf á reglum um rétt aðila til að kynna sér gögn hjá stjórnsýslunni. Hann rekur ýmis dæmi um slíka heimild í gildandi lögum og ræðir að lok- um lagafrumvörp þau, sem lögð voru fram 1973 og 1978 (og enn á þinginu 1979—80, eft- ir að fyrirlesturinn var haldinn) um almennan aðgang að upplýsingum hjá opinberum stofn- unum. Fyrirlestur Hjalta var, eins og aðrir fyrir- lestrar, sem birtast í þessu hefti, fluttur á málþingi um stjórnarfarrétt 13. október 1979. 141

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.