Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 20
hugaðar aðgerðir stjórnvalda. Sem dæmi má nefna skipulagsbreyting- ar. Þá eru fundir sveitarstjórna yfirleitt opnir almenningi. I þessu sambandi er rétt að nefna, að samkvæmt lögum frá 1932 um opinbera greinargerð starfsmanna ríkisins, er embættismönnum og sýslunarmönnum skylt að flytja árlega eitt eða tvö erindi um stofn- un þá eða starfsemi, er þeir veita forstöðu. Ofangreind upplýsinga- og kynningarmiðlun stjórnvalda á að veita almenningi allsæmilegan kost á að fylgjast með því sem gerist í stjórn- sýslunni. Þó á almenningur þess yfirleitt ekki kost að kynna sér gögn í málum, meðan þau eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Ennfremur eru margir málaflokkar þess eðlis, að ekki er réttlætanlegt á nokkurn hátt að veittar séu upplýsingar um þá, t. a. m. öryggismál ríkisins, fjár- hagsstöðu fyrirtækja, væntanlegar aðgerðir í efnahagsmálum, o. s. frv. Frumvörpin um aðgang almennings að upplýsingum hjá almanna- stofnunum hafa talsvert verið rædd manna á meðal, einkum þó í hópi starfsmanna fjölmiðla. Gagnrýni, sem fram hefur komið, hefur eink- um beinst að því að undantekningarákvæði frumvarpanna hafi of mikl- ar takmarkanir að geyma. Mér virðist auðsætt, að töluverðar hömlur þurfi að vera fyrir hendi, svo að málsaðilar og aðrir aðilar, sem tengd- ir eru máli, sem til meðferðar er, verði ekki fyrir margvíslegum óþæg- indum, en hætta er á slíku, ef blaðamenn fengju lítt takmarkaðan að- gang að gögnum í stjórnsýslunni. Niðurstaða þess, sem ég hef lýst hér að framan, er í stuttu máli þessi: Vegna lýðræðisskipulags þess, sem ríkir á Islandi, eiga borg- arar landsins rétt á að fylgjast með því, sem er að gerast í stjóm- sýslunni, svo að þeir geti kynnt sér og rætt um þau mál, sem efst eru á baugi. Það má hins vegar ekki leiða til ónauðsynlegs eða ósæmi- legs „uppsláttar“ um viðkvæm málefni, sem ýmist af fjárhagslegum ástæðum,, öryggisástæðum eða vegna einkalífsverndar þurfa leynt að fara, og allra síst meðan mál eru enn til afgreiðslu hjá stjórnvöldum. Af þeirri reynslu, sem ég hef af íslenskri stjórnsýslu, sýnist mér óþarft að lögbinda reglur um, að aðg'angsréttur almennings að opin- berum skjölum verði hin almenna regla, en tel hins vegar þörf á að settar verði reglur um aðgang málsaðila að gögnum málsins. III. AÐGANGUR MÁLSAÐILA AÐ GÖGNUM MÁLSINS. A. NÚVERANDI ÁSTAND. Engar almennar reglur gilda um rétt aðila máls til að kynna sér gögn máls eða tjá sig eða tala máli sínu, áður en ákvörðun er tekin 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.