Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 21
í málinu. Á hinn bóginn má segja, að víða sé þess gætt í reynd, að aðila sé heimilað að kynna sér gögn málsins eða tjá sig eða tala máli sínu. Er hugsanlegt, að um þetta hafi myndast réttarvenja á vissum sviðum. Nokkrir dómar staðfesta þetta. Þeir dómar lúta sérstaklega að þagnarskyldu hins opinbera, en segja má, að aðgangur málsaðila að skjölum máls og þagnarskylda opinberra aðila séu náskyld atriði. Vegna tímaskorts mun ég ekki fara nánar út í þau atriði hér. Ég held, að menn geti verið sammála um, að stjórnsýslan eigi að vera skilvirk, en jafnframt að gætt skuli fyllsta réttaröryggis. Þessi atriði samrýmast illa í framkvæmdinni. Vitaskuld seinkar það af- greiðslu máls, ef senda þarf erindi til umsagnar eða upplýsinga. Og að sjálfsögðu fer vinnutími í að semja rökstuðning fyrir sérhverrj ákvörðun. 1 Noregi hafa slíkar reglur verið lögfestar. Engin tilraun verður gerð hér til að skilgreina ýmis flókin hugtök, sem fjallað er um, eins og t. d. „gögn“, „aðili máls“, „einkahagsmun- ir“, „opinberir hagsmunir“ o. fl„ þar sem slíkt er nokkuð tímafrekt. Ég mun hins vegar lýsa lauslega þeim reglum, sem gilda í réttarfar- inu um rétt aðila til að kynna sér skjöl, og leitast við að skýra, hvort beita megi sams konar reglum eða svipuðum reglum í stjórnsýslunni. B. AÐGANGUR AÐILA MÁLS AÐ GÖGNUM I RÉTTARFARINU. Grundvallarregluna um aðgang málsaðila að gögnum í málinu er að finna í einkamálalögunum. Sú regla felur í sér, að aðili á rétt á að vera viðstaddur öll þinghöld í málinu og fá vitneskju um allt, sem fram kemur í því. Vegna þagnarskyldu, sem aðili er bundinn af, get- ur skjal verið lagt fyrir dómara einan in camera, og þá á gagnaðili ekki aðgang að því. Það er einungis, ef návist aðila horfir til truflunar þingfriði eða hann kemur ósæmilega fram, að dómara er rétt að vísa aðila úr þingsal. í opinberum málum er sökunaut sniðinn mun þrengri stakkur. Sam- kvæmt 77. gr. laga um meðferð opinberra mála er dómara rétt að láta sökunaut hlýða á prófun vitnis eða matsmanna og gæta réttar síns, enda sé ekki ástæða til að ætla, að sökunautur kunni að hafa þau áhrif á vitni eða matsmenn, að slíkt torvaldi rannsókn málsins. I 78. gr. sömu laga segir, að dómari skuli kynna sökunaut efni þeirra skjala, er varða gögn í opinberu máli, þegar honum þykir það mega vera án hættu á því, að vitneskja sökunauts þar um verði notuð til að torvelda eða seinka rannsókn málsins. Dómari skal ávallt og eigi síðar en í lok rannsóknarinnar kynna sökunaut efni þessara skjala. Samkvæmt þessu á aðili máls, þ. e. sökunautur, rétt á að vera við- 143
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.