Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 29
ræmi hefur verið með reglum um meðferð mála, sem dómstólar skera
úr um, og mála, sem stjórnvöld ráða fram úr.
I þeim umræðum, sem fram hafa farið á síðari árum á Norðurlönd-
um um vandaðri málsmeðferð í stjórnsýslunni, hefur m. a. verið bent
á, að til mikilla bóta væri, ef þeir, sem stjórnvaldsákvarðanir varða
eða beinast gegn, ættu þess jafnan kost að tala máli sínu, áður en
ákvarðanir eru teknar. M. a. bendir Bent Christensen á það í doktors-
riti sínu „Nævn og rád“ (Kaupmannahöfn 1958 bls. 394), að í öllum
umræðum um réttarbót á þessu sviði, hafi sérstök áhersla verið lögð
á, að hin svokallaða andmælaregla gildi í málsmeðferð fyrir stjórn-
völdum, þar sem hún byggi á grundvallarhugmyndum um réttláta
málsmeðferð.
II. ALMENNT UM ANDMÆLAREGLUNA, EFNI HENNAR
OG HLUTVERK.
Andmælaregla er þýðing á hugtakinu „det kontradiktoriske princip“,
eða kommunikationsprincipen eins og það er á sænsku. Theodór B.
Líndal á líklega heiðurinn af þessari þýðingu, en hann segir í riti
sínu Réttarfari II (1968-—69 bls. 192), að ein af meginreglum íslensks
réttarfars sé andmælareglan. Aðilum er þannig í málum, er dómstól-
ar hafa til meðferðar, tryggður jafn réttur til að koma fram kröfum
sínum, andmælum og gögnum.
Á sviði stjórnarfarsréttar gilda ýmsar reglur varðandi undirbún-
ing að ákvörðunum, þó að stjórnvöldum sé oftast í sjálfsvald sett,
hvernig þau haga þeim undirbúningi. (Ó. Jóh. bls. 204). Ein af megin-
reglum stjórnarfarsréttarins er talin reglan um rannsóknarskyldu
stjórnvalda, officialprincippet — eins og það er nefnt á norðurlanda-
málunum. Regla þessi er að vísu ekki lögfest sem almenn regla í ís-
lenskum rétti, aðeins í nokkrum tilteknum tilvikum (t. d. 16. gr.
barnaverndarl. 53/1966), en telja má réttarvenju fyrir hendi (sbr.
t. d. hrd. IV — 476 og XLIII — 945), enda má telja hana leiða af eðli
máls í hverju réttarríki. Samkvæmt reglu þessari bera stjórnvöld
ábyrgð á því, að allra nauðsynlegra upplýsinga varðandi mál, sem til
úrlausnar er, verði aflað og þær rannsóknir og kannanir, sem nauð-
synlegar þykja, verði framkvæmdar. Stjórnvöld verða þannig að sjá
til þess, að mál hljóti þá meðferð og þann undirbúning, sem nauðsyn-
legur kann að vera til að rétt og sanngjörn niðurstaða fáist í máli,
er þau hafa til meðferðar. Ber þeim þá ekki einungis að hafa hags-
muni hins opinbera í huga heldur og þeirra aðila, sem málið varðar.
151