Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 30
Mat á því, hvað má teljast nauðsynlegt í þessu sambandi, er í hönd- um stjórnvalds, nema lagaákvæði kveði sérstaklega á um annað eða tilgreini sérstaklega einstök atriði. Sem dæmi um reglu þessa má nefna lagaákvæði, er kveða á um að leita skuli álits eða umsagnar ákveðinna aðila, upplýsingaskyldu aðila eða að afla skuli tiltekinna gagna. Andmælareglan er nátengd reglunni um rannsóknarskyldu stjórn- valda. Segja má, að hún fjalli að hluta til efnislega um einn lið þeirr- ar síðarnefndu, en hún snýr að aðilum máls, þ. e. hún miðar að því að tryggja hagsmuni/réttarstöðu aðila enn frekar. Hlutverk hennar er þannig einkum tvíþætt: Annars vegar að tryggja hagsmuni aðila — réttaröryggissj ónarmið — og hins vegar að stuðla að því að mál verði betur upplýst — og þjónar þannig rannsóknarhagsmunum stjórn- valda. Kjarninn í andmælareglunni er hin sjálfsagða réttlætiskrafa, að ekki verði tekin ákvörðun, er varðar réttarstöðu aðila ( einstaklinga, félaga o. s. frv.), án þess að honum/þeim hafi verið gefinn kostur á að tjá sig. „Ingen má dömmes uhört“ (Bent Christensen 394). I henni felst einkum, að sá, er stjórnvaldsákvörðun varðar, á að eiga þess kost að kynna sér gögn máls og málsástæður, sem ákvörðun byggist á, og að fá að tjá sig um þær, á að gæta hagsmuna sinna og verja sig þannig gegn óæskilegum og/eða óréttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ennfremur stuðlar reglan að því, eins og áður segir, að mál kunna að verða betur upplýst, þar sem aðilar kunna að koma að nýjum upp- lýsingum og leiðrétta rangar eða rangtúlkaðar upplýsingar. Þannig má telja, að andmælareglan tryggi að sínu leyti réttaröryggi borgar- anna og verndi þá gegn röngum, óréttmætum og óheppilegum stjórn- valdsákvörðunum. Til að aðilar geti neytt andmælaréttar síns til fulls, þurfa nokkur atriði að koma til. Aðila þarf þannig að vera kunnúgt um, að mál, er hann varðar, sé til úrlausnar hjá stjórnvaldi. I öðru lagi þarf aðili að eiga greiðan aðgang að öllum þeim gögnum, er ákvörðun kann að byggjast á. Ljóst er, að í mörgum tilvikum kunna öryggishagsmunir ríkisins, tillitið til friðhelgi einkalífs einstaklinga eða önnur slík tilvik að mæla gegn og girða fyrir, að aðilum verði játaður þessi réttur. Hafa ber þó í huga, að andmælarétturinn er næsta haldlaus, nema aðila séu kunnúg gögn og rök sem stjórnvald byggir á. Þá ber og að minnast þess, að andmælaregla réttarfarsins, sem andmælaregla stjórnarfars- ins er sniðin eftir, er talin fela í sér þennan rétt aðilum til handa. 152

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.