Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 32
um hvað mál fjallar, og annað það, er nauðsynlegt má teljast, til að hann geti gætt réttar síns á sem bestan hátt. Aðili á rétt á að kynna sér flest gögn og upplýsingar, sem máli skipta við ákvörðun stjórn- valds, nema ákvæði um þagnarskyldu varðandi nánar tilgreind atriði banni. I Danmörku hafa ekki verið sett almenn stj órnsýslulög og andmæla- reglan er því ekki almennt lögfest þar, en hana er hins vegar að finna í einstökum lagaákvæðum. Af þeim eða dómapraksis hefur ekki verið talið að leiða megi slíka almenna reglu. Víst er þó, að andmælaregl- unnar er gætt í stjórnsýslunni í Danmörku í ríkari mæli en beinlínis er mælt fyrir um í lögum (Bent Christensen bls. 402). Fræðimenn eru og almennt á því, að margt mæli með því, að stjórnvöldum sé almennt skylt að gæta andmælaréttar aðila, sbr. m. a. Poul Andersen í „Dansk Forvaltningsret“ (1965) bls. 339 og Niels Eilschou Holm í doktorsritinu „Det kontradiktoriske Princip“, bls. 357. Hann telur, að á vissum sviðum stjórnarfarsréttar megi telja andmælaregluna grundvallarreglu, þó að hún sé ekki lögfest. 1 enskum rétti byggist andmælareglan á rótgróinni réttarvenju. Er þar um að ræða formreglur, sem taldar eru gilda um málsmeðferð stjórnvalda og nefndar eru „natural justice“, einkum „audi et alteram partem“. Fela þessar reglur í sér samskonar atriði og þau, sem er að finna í stjórnsýslulögum Norðmanna og Svía og gerð hefur verið grein fyrir. I bandarískum rétti er andmælaregluna m. a. að finna í svoköll- uðum „due process“ greinum stjórnarskrár Bandaríkjanna. Skv. 5. viðaukagrein hennar verður enginn „deprived of life, liberty or property without due process of law“. Reglan kemur líka fram í 14. viðaukagrein og í „Administrative Procedure Act“, sem fjalla um máls- meðferðina fyrir alríkisstjórnvöldum. III. ISLENSKUR RÉTTUR. a) Lagaákvæði. I íslenskum stjórnarfarsrétti gildir engin almenn lögfest regla um rétt aðila til að tala máli sínu, áður en stjórnvöld taka ákvörðun. Hins vegar er slík ákvæði að finna í ýmsum lögum. Lagaákvæði þau eru misjafnlega ítarleg og kveða ýmist á um skýlausan rétt aðilum til handa eða að andmælaréttar skuli gætt ef við verði komið. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.