Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 35
d) Stjórnsýslupraksis. Um beitingu andmælareglunnar í stjórnsýslunni hér á landi er lítið vitað, en þó tel ég víst, að frekar sé misbrestur á, að hennar sé gætt, jafnvel í þeim tilvikum er hún er lögfest, sbr. framkvæmd á barna- verndarlögum. e) Skoðanir íslenskra fræðimanna — teoria. Isl. fræðimenn hafa lítið sem ekkert skrifað um andmælaregluna í stjórnarfarsrétti. Þó víkur Ólafur Jóhannesson að henni í „Stjórnarfars- rétti“, bls. 215. Hann segir þar í beinu framhaldi af umfjöllun sinni um álitsumleitan, að spurning sé, hvort stjórnvaldi sé ekki jafnan skylt að gefa aðila kost á að tjá sig og tala máli sínu, áður en réttindi hans eða hagsmunir eru skertir með stjórnarathöfn. Hann tilgreinir tvo hæstaréttardóma, þá sem fyrstir eru nefndir hér að ofan, og kemst að þeirri niðurstöðu, að réttarreglur í framangreinda átt verði lík- lega að telja gilda hér, a. m. k. þegar um úrskurði eða aðrar réttar- skipandi stj órnarathafnir er að ræða. Ólafur fullyrðir því ekki, að andmælareglan gildi almennt í íslenskum stjórnarfarsrétti. IV. NIÐURLAG. a) Almenn regla án beinna lagaákvæða? Eins og áður hefur verið rakið, verður ekki talið heimilt að leiða af þeim lagaákvæðum, er kveða á um andmælarétt aðila, eða þeim dómum, er vikið var að, að andmælareglan gildi almennt í íslensk- um stjórnarfarsrétti án beinna lagaákvæða. Hins vegar má merkja, eins og áður hefur komið fram, að á tilteknum sviðum er lögfesting and- mælareglunnar algengari en á öðrum, og má ætla, að meiri líkur séu á að telja megi regluna almennt í gildi án beinnar lagaheimildar á þeim sviðum. Hún er nokkuð algeng einkum á fimm sviðum stjórnar- farsréttar. Ef litið er til norræns réttar, þ. á m. Noregs og Svíþjóð- ar fyrir setningu stjórnsýslulaga, virðist hún og einkum algeng á þeim sömu sviðum. Ég tel, að gild rök hnigi til þess, að á tveimur framangreindra sviða verði andmælareglan talin almennt gild — og á ég þá við þau tilvik, er stjórnvald úrskurðar um ágreining aðila og þegar stjórnvaldsákvörð- un felur í sér verulega skerðingu á mikilvægum, persónulegum eða fjárhagslégum hagsmunum aðila. Ég hef áður vikið að sérstakri stjórnarskrárvernd síðastgreindra hagsmuna, og vísa ég til þess, 157

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.