Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 37
heldur að vænrækslan verði að vera veruleg í slíkum tilvikum, til að stjórnarákvörðun verði ógilt af þessum sökum. Danskir fræðimenn hafa mikið rætt um, hvort vanræksla á að gæta andmælareglunnar, þar sem hún er lögboðin, hafi ógildingu í för með sér, þegar um er að ræða stjórnarákvarðanir, sem beint er til óákveðins hóps manna, þ. e. ekki er hægt að tilgreina sérstaka aðila. E.A. Abitz telur í Festskrift til Poul Andersen bls. 39, að þeg- ar um almenn fyrirmæli framkvæmdarvaldshafa er að ræða, þá sé ekki hægt að afmarka aðilahugtakið svo skýrt, að unnt sé að telja, að slík vanræksla varði ógildingu, nema svo sé beinlínis kveðið á um í lögum. Þegar spurning verður um gildi stjórnvaldsákvörðunar, vegna þess að aðila hefur ekki verið gefinn kostur á að tjá sig, myndi oft vera litið til þess, hversu ágallarnir eru verulegir, sbr. Ól. Jóh. bls. 219. Máli kann að skipta, hvort málið er svo skýrt og einfalt, að augljóst sé, að málflutningur aðila hefði engu breytt um ákvörðun stjórnvalds. Má í þessu sambandi benda á, að í 41. gr. norsku stjórnsýslulaganna frá 1967 er ákvæði, sem felur í sér, hvernig bregðast skuli við, er reglum laganna um málsmeðferð er ekki fylgt. Samkvæmt þeim ákvæð- um er stjórnvaldsákvörðun gild „nár det er grunn til á regne med at feilen ikke kan ha virket bestemmende pá vedtakets innhold“. I dönsk- um rétti telur E.A. Abitz þá reglu gilda, ef þess er ekki gætt að gefa aðila kost á að tjá sig, að það valdi ekki ógildingu stj órnvaldsákvörð- unar, ef útilokað er, að málflutningur aðila breyti einhverju um ákvörð- un stjórnvalds. Jafnframt telur hann, að dómstólar myndu líklega krefjast þess, að líkur væru á, að málflutningur hefði einhverja þýð- ingu, ef vanræksla ætti að valda ógildingu, sbr. Festskrift bls. 56. Þegar réttur aðila til að tjá sig er ekki lögfestur, kann að leika meiri vafi á, hvort það skuli varða ógildingu stjórnvaldsákvörðunar, ef aðila er ekki gefinn kostur á að tala máli sínu, áður en ákvörðun er tekin. Islenskir dómar um þetta efni eru eins og áður segir fáir, og aðeins þrír þeirra varða ógildingu. Þegar litið er á dóma, sem taka til þess- ara álitaefna virðast Hrd. XIX 246 og dómar bæjarþings Reykjavíkur frá 23. okt. 1968 og 7. febr. 1978 styðja þá skoðun, að það sé meginregla íslensks réttar, að slík vanræksla geti varðað ógildingu í þeim tilvikum, er ákvörðunin varðar hagsmuni aðila verulega, skerðir réttindi þeirra eða léggur á þá fjárhagslegar byrðar, jafnvel þótt andmælaréttur að- ila sé ekki lögfestur. Má telja þá reglu eðlilega, sbr. það, sem að fram- an segir um gildi andmælareglunnar án beinna lagaheimilda. 159
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.