Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 42
"Statistik" um málafjðlda or afgreiaslu hjá Folketingets ombudsmand. Heilar línur (a6 ófan): 1. Heildarfjöldi mála. 2. Mál tekin til efnismeöferöar (realitetsbehandling). 3. Mál þar sem gagnrýnt er eöa mælt meö nýrri afgreiöslu. 4. Mál tekin upp aö eigin frumkvæöi. Punktalína: 1. Sveitarstjórnarleg málefni. íií /171 rakin efnislega þau mál, sem umboðsmanni hafa þótt athyglisverðust. Umboðsmaður danska þjóðþingsins hefur á að skipa starfsliði, sem samsvarar á að giska 1/10 af fjölda starfsmanna í meðalstóru dönsku ráðuneyti. Nánustu starfsmenn umboðsmannsins eru löglærður deildarstjóri (afdelingschef), sem er næstráðandi og ætlað að hlaupa í skarðið, ef umboðsmaður forfallast, en þar næst tveir löglærðir skrifstofustjórar. Þessir þrír menn stjórna starfi fjögurra hópa lögfræðinga, sem titl- aðir eru fulltrúar. Hefur deildarstjórinn umsjón tveggja hópa, en hvor skrifstofustjórinn eins hóps. Hver hinna fjögurra hópa fulltrúa fer með ákveðna málaflokka, og er öllum málum skipt milli hópanna í samræmi við þá flokkun. Auk hins löglærða starfsliðs eru við stofnunina bókavörður, skjala- verðir (sem annast móttöku á öllum skjölum, flokkun þeirra og skrán- ingu) svo og vélritarar. Árið 1978 var hlutfall löglærðra starfsmanna og ólöglærðra nálægt 3:2. Eins og fyrr greindi starfar umboðsmaður ekki á sama hátt og aðr- ir embættismenn stjórnkerfisins. Það er sá maður, sem hverju sinni gegnir starfinu, sem persónulega er ábyrgur fyrir allri málsmeðferð. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.