Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 68
Samþykktir fyrir Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu. I. KAFLI. Heiti félagsins. 1. gr. Félagið heitir Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu. II. KAFLI. Hlutverk. Félagsmenn. 2. gr. Félagið starfar á grundvelli laga nr. 46/1973 svo sem þeim hefir verið breytt með lögum 23/1977, 58/1977 og 61/1977. Samkvæmt því annast félagið kjaramál þeirra lögfræðinga sem starfa hjá ríkinu eða stofnunum þess, sbr. 1. gr. I. nr. 61/1977 og kýs í því skyni fulltrúa í launamálaráð BHM og aðrar stofnanir heildarsamtaka háskólamanna er fara með kjaramál, sbr. 1. mgr. 3. gr. I. nr. 46/1973. Félagið annast gerð sérkjarasamnings lögfræðinga sbr. 2. mgr. 3. gr. I. nr. 46/1973. Það skal gæta kjaralegra hagsmuna félagsmanna að öðru leyti eftir því sem tilefni kann að verða til. 3. gr. Félagsmenn verða sjálfkrafa þeir sem skipaðir eru, settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofnana eða atvinnufyrirtækja þess, með föstum tíma-, viku- eða mánaðarlaunum enda verði starf þeirra talið aðalstarf sbr. 1. mgr. 1. gr. I. nr. 61/1977. Óski lögfræðingur ekki eftir félagsaðild skal hann segja sig skriflega úr félaginu og hefur hann þá ekki lengur réttindi og skyldur sem félagsmaður sbr. þó 5. mgr. 2. gr. I. nr. 46/1973. Þó skulu þeir er taldir eru í 2. mgr. 1. gr. I. nr. 61/1977 aldrei teljast félagsmenn. III. KAFLI. Aðalfundur. 4. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal að jafnaði halda í janúarmánuði ár hvert. Til hans skal boðað með auglýsingu í Lögbirtingablaði er birtist með viku fyrirvara hið skemmsta, og er hann þá lögmætur. Verði því við komið ber einnig að jafnaði að senda félagsmönnum skriflegt fundarboð. Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í samþykktum þessum, sbr. 6. gr. 5. gr Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi: I. 1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins. 2. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins. II. 1. Kosning stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs. 2. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 3. Kosning eins fulltrúa í húsnefnd félaga lögfræðinga. III. Ákvörðun félagsgjalda. IV. Önnur mál. 6. gr. Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til breytinga á samþykktum verði tekin til meðferðar á fundinum. Telst hún samþykkt ef 3/4 hlutar fundarmanna á löglegum aðalfundi greiða henni atkvæði. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.