Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 16
í öllum löndunum, og á íslandi er það alger undantekning, ef því er beitt. Það er því að mínu mati rétt að taka til athugunar, hvort ekki beri að afnema slík ákvæði. Tímamark fjárskipta 1 Noregi var sett sú regla árið 1987, að allt, sem maki eignaðist, eftir að krafa var sett fram um skilnað eða samvistaslit urðu vegna ósamkomulags, varð hans séreign, og á sama hátt komu skuldir, sem annað hjóna stofnaði til eftir þann tíma, ekki til álita við skiptin. Eg tel mjög til bóta að hafa svona ákveðna reglu um tímamark fjár- skiptanna, og hefur íslenska nefndin mælt með því. Útlagning við skipti Aðalreglan um útlágningu við skipti er, að hún er bundin við eigin hjúskapareignir. Ef bæði hjónin krefjast útlagningar á sama hlut, gengur það hjóna fyrir, sem hlutinn á. Dönskum lögum var breytt árið 1963 (70. gr. a. skiptalaga) á þann veg, að heimilt var að leggja maka út fasteign, sem eingöngu eða aðallega var ætluð til bústaðar fjölskyldunnar, þótt hún sé eign hins makans, en það skilyrði er sett, að það skipti maka miklu máli að fá eignina með tilliti til heimilishalds. Sama gildir um atvinnutæki og lausafé, sem tengt er atvinnurekstri, og búsmuni, sem ætlaðir eru til afnota fyrir sameiginlegt heimili fjölskyldunnar. Islenska sifjaláganefndin hefur mælt með svipuðum tillögum og jafnframt því, að skiptaréttur geti lagt fyrir maka eða erfingja að leigja öðru hjóna íbúð, sem er í fasteign, er tilheyrir hinum makanum. Ég hef hér að framan gert grein fyrir helstu hugmyndum, sem komið hafa fram um breytingar á löggjöfinni um fjármál hjóna. Ekki virðist mikið skilja hugmyndir á Norðurlöndunum fimm, þótt ljóst sé, að þær renna ekki alvég í sama farveg. Þótt æskilegt sé að hafa sem líkasta löggjöf um þessi mál á Norð- urlöndum, er ekki nauðsynlegt að hafa samhljóða lög. Verður að taka tillit til þjóðfélagsaðstæðna í hverju landi og reyna að leysa þau vandamál, sem fyrir eru. ÓVÍGÐ SAMBÚÐ Norræn hjúskaparlöggjöf er því marki brennd, að hjúskapurinn er hið eina viðurkennda sambúðarform milli kærls og konu. Hjónavígsla lögum samkvæmt verður til að koma til þess að samband karls og konu hafi þau réttaráhrif, sem hjúskaparlögin segja til um. 130

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.