Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 7
TIIURITWW liH.ni i:mv.\ 1. HEFTI____34. ÁRGANGUR MAÍ 1984 LÖGREGLAN Miklar umræður hafa orðið hér á landi síðustu mánuði um lögregluna, hlut- verk hennar og starfshætti. Hefur þar valdið mestu eitt tiltekið mál blaðamanns í Reykjavlk, sem kærði þrjá lögreglumenn fyrir ólöglega handtöku og líkams- meiðsl, er hann hlaut við flutning frá handtökustað. Nýlega var kveðinn upp dómur í málinu í sakadómi Reykjavíkur, þar sem lögreglumennirnir voru sýkn- aðir af öllum kröfum ákæruvaldsins. Mál þetta fékk óvenjuskjóta meðferð, og væri óskandi, að unnt reyndist að reka önnur opinber mál með viðlíka hraða. Hafa ber hugfast, að úrslit í dómsmálum gegn lögreglumönnum eru fjarri því að vera öll á einn veg eins og stundum er gefið i skyn í hita umræðnanna. Þeir eru margir dómarnir, þar sem lögreglumenn hafa verið dæmdir til refsing- ar og annarra viðurlaga, auk þess sem stundum leiðir starfsmissi af brotum þeirra og bótaskyldu fyrir ríkissjóð. En að sjálfsögðu verður lögreglumaður að fá að njóta almennra mannréttinda eins og aðrir borgarar þessa lands, m. a. þeirrar grundvallarreglu að vera talinn saklaus af refsiverðu broti, ef ákæru- valdinu tekst ekki að sanna sök á hann. í 34. gr. I. 74/1974, um meðferð opinberra mála, er hlutverki lögreglu lýst svo í fjórum liðum: 1) Að halda uppi lögum og reglu; 2) Að stemma stigu við ólögmætri hegðun; 3) Að greiða götu manna, þar sem það á við; 4) Að vinna að uppljóstran refsiverðra brota, sem framin hafa verið. í eðli sínu er hlut- verkið þríþætt, þ. e. eftirlitshlutverk (1 og 2), hjálparhlutverk (3) og rannsókn- arhlutverk (4). Þáttagreining þessi hefur áhrif á skipulag lögreglunnar, einkum þannig að rannsóknarhlutverkið er skilið frá, t. d. hér á landi með stofnun rannsóknarlögreglu ríkisins og rannsóknarlögregludeilda lögreglustjóraemb- ættanna, sjá I. 108/1976 og rgj. 253/1977. Hin almenna lögregla annast hins vegar eftirlits- og hjálparstörfin. Er hún að jafnaði deildaskipt eftir helztu verk- efnasviðum. Kjarninn f starfsemi hinnar almennu lögreglu er fyrirbyggjandi eftirlit, fólgið í því að afstýra tilteknum athöfnum og skapa varnað um að fylgja viðurkenndum leikreglum samfélagsins, eins og þær eru mótaðar ( sett- um lögum og stjórnvaldsreglum, en stundum í óskráðum reglum og grund- vallarviðhorfum, sem eiga stoð í réttarvitund og siðaskoðun almennings. Ekki er alltaf auðsætt, hvenær eftirlitshlutverki lögreglunnar lýkur og rannsóknar- hlutverkið tekur við. Lögreglumaður, sem fær pata af afbroti eða undirbúningi þess, getur átt val á milli þess að skerast strax í leikinn til þess að hindra framhaldið eða bíða átekta, unz brot er fullframið. Reynir þá á dómgreind 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.