Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 37
Af framansögðu má sjá, að því fer f jarri, að unnt sé að telja, að hér á landi gildi almenn regla um hreina hlutlæga ábyrgð vegna „hættulegs atvinnurekstrar“. Ymsir hæstaréttardómar benda þvert á móti til var- færni á þessu sviði. Þetta á sérstaklega við um „Þyrilsdóminn", en þar er ekki gripið til hreinnar hlutlægrar ábyrgðar, þótt telja megi, að tjón það, sem þar um ræðir, hafi orðið vegna „sérstakrar hættu“ og álíta verði rekstur bensín- og olíuflutningaskipa „óvenjulega starf- semi“, a.m.k. í þeirri merkingu, sem almennt er lögð í þau orð í skaða- bótarétti. Einnig má minna á, að hlutlægri ábyrgð hefur ekki verið beitt, þegar dæmt er um kröfur um bætur fyrir slys af völdum tog- tækja á botnvörpuskipum62 eða trésmíðavéla, en telja má að þau tæki hafi „sérstaka hættu“ í för með sér. Að vísu eru veiðar með botn- vörpu eða vinna við trésmíðavélar ekki óvenjuleg starfsemi hér á landi, en eins og áður greinir, er sérstaklega mikil hætta álitin geta réttlætt hlutlæga ábyrgð vegna starfsemi er ekki kallast óvenjuleg. Þótt könnun á dómum leiði í ljós, að hlutlægri bótaábyrgð hefur einungis verið beitt í örfáum undantekningartilfellum án settrar laga- heimildar, þarf það ekki að benda til þess, að ekki komi til svo víð- tækrar bótaskyldu í öðrum tilvikum, þegar sérstaklega stendur á. Þeg- ar ályktanir eru dregnar af íslenskum dómum, verður að hafa í huga, að til kasta dómstólanna koma tiltölulega fá tilfelli, sem talin verða svo sérstaks eðlis að hlutlæg ábyrgðarregla komi til álita. Obbinn af dómsmálum um skaðabætur utan samninga, þegar frá eru talin mál út af umferðarslysum, eru mál vegna slysa, er orðið hafa í venjuleg- um atvinnurekstri, þar sem ekki eru fyrir hendi nein sérstök sjónar- mið, er mæla með hlutlægri bótaskyldu. Sem undantekningar má nefna tvo héraðsdóma, þar sem hlutlæg ábyrgð hefur verið felld á atvinnurekanda vegna starfrækslu, sem sér- stök hætta fylgir. í öðrum dóminum var fjallað um slys, sem maður varð fyrir, er hann vann við að eyðileggja tundurdufl,63 en í hinum um slys, sem starfsstúlka í geðsjúkrahúsi varð fyrir, er geðsjúklingur réðist á hana.64 Þessum dómum var ekki áfrýjað. 62 í tveim dómum frá sjötta áratug þessarar aldar (Hrd. 1956, 122: Slys hlaust, er verið var að taka inn botnvörpu og Hrd. 1957, 577: Slys við eldketil í vélarrúmi tog- ara) er að vísu skírskotað til þess hve starf var hættulegt, en ekki var gengið svo langt að reisa ábyrgð á hreinum hlutlægum grundvelli. 63 Dómur bæjarþings Rvíkur 4. júlí 1956 í málinu nr. 833/1954 Guðfinnur Sigmunds- son gegn Guðjóni Teitssyni vegna Skipaútgerðar ríkisins. 64 Dómur bæjarþings Rvíkur 14. des. 1970 í málinu nr. 252/1970 Sigríður Bjarna- dóttir gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.