Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 38
1 fyrrnefnda dóminum segir m.a.:
„ . .. þykir sýnt, að orsök slyssins sé að rekja til þess, að stefn-
andi fór rangt að. Á hinn bóginn er á það að líta, að starf þetta
er mjög hættulegt, en jafnframt afar þýðingarmikið, þar sem
„virk“ tundurdufl, sem reka á fjörur, eru stórhættuleg lífi manna
og eignum, en einungis á færi örfárra manna hér á landi að gera
slík rekdufl skaðlaus. Virðist því eðlilegast, að stefndi bæti stefn-
anda tjón hans að nokkru.“
1 síðari dóminum er hlutlæg ábyrgð rökstudd á þessa leið:
„Stefnandi var ein á vakt, er framangreindur sjúklingur veittist
að henni og veitti lienni þann áverka, er leiddi til varanlegrar ör-
orku. Lítur rétturinn svo á, að bótaábyrgð á slysi stefnanda eigi
að ráðast samkvæmt grundvallarreglum skaðabótaréttarins um
„hættulega starfsemi“. Þar sem stefnandi varð fyrir tjóninu af
völdum hættueiginleika þessa starfs og ekkert bendir til að hún
eigi sjálf sök, þá verður að telja stefnda bera óskoraða fébóta-
ábyrgð á nefndu slysi .. . “.
Engu skal spáð um, hvort Hæstiréttur muni beita ólögfestri hlut-
lægri bótareglu í ríkari mæli en hann hefur gert. Til dæmis um athafna-
svið, þar sem slík ábyrgð kemur til greina, má nefna meðferð kjarn-
orku og mjög eldfimra efna (t.d. framleiðslu flugelda), vörslu villi-
dýra, meiri háttar grunngröft, jarðgangnagerð og hættulegar heræfing-
ar (ríkissjóður gæti borið ábyrgð á æfingum liðs Bandaríkj anna, sbr.
lög nr. 110/1951). Einnig er svo víðtæk ábyrgð hugsanleg vegna mann-
virkja, sem valdið geta mjög alvarlegum og umfangsmiklum slysum
eða eignatjóni, t.d. stíflugarðar við orkuver. Hér hefur eingöngu verið
talin starfræksla, sem telja má sérstaklega hættulega, en ekki er loku
fyrir það skotið, að hlutlæg ábyrgð verði lögð á menn í öðrum tilvik-
um, þótt settri lagareglu sé ekki til að dreifa. Einkum er líklegt, að
hlutlæg ábyrgð verði ofan á í málum um tjón af völdum skaðlegra
eiginleika framleiðslu- eða söluvöru.05
5. EFNI I STUTTU MÁLI
Nokkur ákvæði eru í settun lögum um hreina (eða algerlega) hlut-
læga bótaábyrgð, en einnig eru dæmi til, að íslenskir dómstólar leggi
slíka ábyrgð á menn án beinnar heimildar í settum rétti. Nokkur nú-
gildandi lagaákvæði um hlutlæga ábyrgð vegna tjóns, sem dýr valda,
G5 Um hlutlæga ábyrgð vegna þess háttar tjóns sjá Magnús Þ. Torfason, bls. 469-471.
32