Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 39
eiga rót sína að rekja til laga þjóðveldisins. Að þeim frátöldum var hlutlæg bótaábyrgð ekki lögfest fyrr en með lögum um loftferðir árið 1929. Hæstaréttardómar um svo víðtæka ábyrgð gengu ekki fyrr en eftir miðja 20. öld (1. kafli). Núgildandi ákvæði settra íslenskra laga um hlutlæga ábyrgð eru í ýmsu ósamstæð. Er meginefni flestra þeirra rakið í 2. kafla. Amis rök hafa verið færð gegn hlutlægri skaðabótaskyldu, t.d. þau, að svo víðtæk bótaábyrgð lami framtakssemi manna og að atvinnu- rekstur geti ekki greitt aukinn kostnað, er henni fylgir. Einnig hefur verið bent á, að önnur bótaúrræði, svo sem slysatryggingar, eða aðrar víðtækar skaðabótareglur, sem ganga skemmra en hlutlæg ábyrgð, geti gegnt sama hlutverki. Benda má á margvísleg rök með hlutlægri ábyrgð, og eru sum þeirra þjóðhagslegs eðlis, svo sem þau, að starf- semi sé ekki þjóðfélagslega æskileg, nema hún geti staðið fjárhags- lega undir þeirri hættu, sem af henni stafar. Nú á tímum eiga þjóð- hagslegu rökin minna fylgi en áður var, og leggja menn fremur áherslu á lagatæknileg rök. Þótt sumir leggi meiri áherslu á ein rök en önnur, munu flestir telja, að yfirleitt beri ekki að beita hlutlægri ábyrgð um tjón í annarri starfsemi en þeirri, sem álitin er sérstak- lega hættuleg (kafli 3.1.). 1 kafla 3.2. er gefið yfirlit yfir helstu röksemdir, sem hafa komið fram í sambandi við setningu íslenskra lagaákvæða um hlutlæga ábyrgð, einkum rök í greinargerðum með lagafrumvörpum. Yfirlitið ber ekki með sér, að almenn sameiginleg rök liggi að baki hinum ýmsu lagaákvæðum um þetta efni. I fjórum dómum um bótaskyldu utan samninga hefur Hæstiréttur beitt hlutlægri ábyrgðarreglu án þess að styðjast við sett lagaákvæði. Rökstuðningur í forsendum dómanna er að vísu takmarkaður, en þrír þeirra, sem allir varða bótaábyrgð atvinnuveitanda gagnvart launþega, er slasast í starfi végna bilunar eða galla tækis í eigu vinnuveitand- ans, samrýmast vel fræðikenningum og dómaframkvæmd í hliðstæð- um málum á Norðurlöndum. Á hinn bóginn veita dómarnir mjög tak- markaða vísbendingu um, hvernig hlutlægri ábyrgð sé háttað utan þess sviðs, er þeir beinlínis varða. Auk þessara dóma er getið um nokkra hæstaréttardóma, þar sem bótaskylda er dæmd á grundvelli sakar, en vísað sérstaklega í dómsforsendum til þess, hve verk, er slys hlaust af, var hættulegt. Verða síðarnefndu dómarnir ekki álitnir fela í sér ráðagerð um hreina hlutlæga ábyrgð. Af ofangreindum dóm- um og öðrum, sem nefndir eru, er dregin sú ályktun, að því fari fjarri, að hér á landi gildi almenn regla um hreina hlutlæga ábyrgð vegna 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.