Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 54
úr 1970 voru 20 fangar á 100.000 íbúa, en um 30 frá 1980. Er þetta næst lægsti fangafjöldi í Evrópu miðað við 100.000 íbúa. Fjöldi gæzluvarðhaldsfanga á dag að meðaltali er mjög svipaður nú og á árunum upp úr 1970. Flestir voru þeir á árunum 1975 til 1977. Gerð var I grófum dráttum grein fyrir þeim afbrotum, sem fangar eru að afplána dóma fyrir. Rúmlega helmingur fanga afplánar dóma fyrir auðgunar- brot og skjalafals. Frá 11-16% fanga, eftir árum, afplána dóma fyrir fíkni- efnabrot og svipaður fjöldi fyrir nytjatöku, áfengis- og/eða umferðarlagabrot. Um 15% fanga afplána dóma fyrir ofbeldi, þar með talin manndráp og kyn- ferðisafbrot. Þá kom fram, að fangar eru eldri hér á landi en erlendis og að um 10% af föngum eru yngri en 20 ára, en flestir eru um 25 ára gamlir. Að lokum var bent á, að reglugerðir um fangavist væru gamlar og úreltar og ylli það réttaróvissu, ekki sízt fyrir fanga. Fyrir 2 árum var skipuð nefnd til að endurskoða reglugerðirnar. Hún sagði af sér eftir að Alþingi yfirtók störf nefndarinnar með skipun sinnar nefndar, sem endurskoða átti öll fang- elsismál og gera tillögur um úrbætur. Var það fyrir rúmlega 11/2 ári. Nefnd Alþingis hefur ekki enn hafið raunveruleg störf. Ljóst er, að þessi mál eru í sjálfheldu, sem brýnt er að leysa. Þorsteinn A. Jónsson FRÉTT FRÁ ÍSLANDSDEILD NORRÆNA EMBÆTTISMANNASAMBANDSINS Haldinn var aðalfundur íslandsdeildar Norræna embættismannasambands- ins 28. nóvember sl. Samþykkt var í stjórn íslandsdeildar að senda niður- stöður stjórnarkjörs til birtingar í Tímariti lögfræðinga. Eftirtaldir embættismenn voru kosnir í stjórn: Formaður: Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri. Ritari: Ólöf Pét- ursdóttir, deildarstjóri. Ritstjóri NAT: Sigurður Líndal, prófessor. í framkvæmdanefnd auk hinna ofantöldu: Baldur Möller, ráðuneytisstjóri; Gunnlaugur Claessen, deildarstjóri. Meðstjórendur: Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri; Magnús Pétursson, hagsýslustjóri; Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður; Þorsteinn Geirsson, deildarstjóri. Endurskoðendur: Árni Kolbeinsson, deildarstjóri; örn Sigurðsson, deildar- stjóri. Til vara: Tryggvi Gunnarsson, deildarstjóri. LÖG ÍSLANDSDEILDAR NORRÆNA EMBÆTTISMANNASAMBANDSINS. 1. gr. Deildin heitir íslandsdeild Norræna embættismannasambandsins. Heimili hennar og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. íslandsdeildin er aðili að Norræna embættismannasambandinu og gilda lög sambandsins jafnframt fyrir deildina, eftir því sem við á. 3. gr. Markmið deildarinnar er skilgreint í 1. gr. laga Norræna embættis- mannasambandsins. Réttur til aðildar að sambandinu er ákveðinn í 2. gr. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.