Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 13
Réttaraðilar geta orðið bótaskyldir eftir hlutlægri reglu, þótt þeir beri ekki hreina (algerlega) hlutlæga ábyrgð. Helsta dæmi þess er reglan um vinnuveitandaábyrgð (húsbóndaábyrgð). Eitt af skilyrðum bótaskyldu samkvæmt henni er að starfsmaður eigi sök á tjóni. Vinnu- veitandaábyrgðin telst því ekki til hreinnar hlutlægrar ábyrgðar. Bóta- skylda vinnuveitanda er einungis hlutlæg að því leyti, að það nægir til bótaréttar að sanna sök á starfsmann, enda þótt sá, sem hann vinnur fyrir, sé saklaus. I styttingarskyni mun verða talað um hlutlæga ábyrgð í merkingunni „hrein“ hlutlæg ábyrgð. Orðin „hlutlæg“ og „hlutræn“ ábyrgð fara illa í íslensku. Þau eru samt notuð hér sem þýðing á er- lenda orðinu „objektiv“, vegna þess að þau hafa unnið sér sess í laga- máli.3 Ljóst er, að það er mikið hagræði fyrir þann, sem bíður tjón, að geta reist bótakröfu sína á hlutlægri bótareglu. Hann þarf ekki að sanna, að tjónið sé afleiðing saknæmrar hegðunar. Hins vegar þarf hann að sýna fram á, að skilyrði hlutlægrar ábyrgðar séu fyrir hendi. Skil- yrði þessi eru mismunandi, en almennt nægir að sanna, að tjón hafi hlotist með ákveðnum hætti, t.d. af skráningarskyldu vélknúnu öku- tæki í notkun, af ágangi búpenings í engi, tún eða garðlönd eða af bilun eða galla í tæki. Meginskilyrði hlutlægrar ábyrgðar er að orsaka- tengsl séu milli tjóns og tiltekinna atvika. Hins vegar er skilyrðið um sök höfuðeinkenni ábyrgðar á sakargrundvelli. 3 Erlendis er hugtakið „ströng" (,,strikt“) ábyrgð oft notað í merkingunni „objektiv“ ábyrgð. Er sú merking þrengri en felst í hugtakinu „ströng“ ábyrgð samkvæmt fram- ansögðu. í grein þessari gerir Arnljótur Björnsson, pró- fessor, grein fyrir helstu núgildandi íslenskum réttarreglum um bótaskyldu án sakar (hreina hlutlæga ábyrgð). Gefið er stutt yfirlit yfir ákvæði settra laga. Einnig er rætt um reglur, sem leiddar verða af dómum í bótamálum, þar sem settum reglum er ekki til að dreifa. Niður- staða af greinargerð um dóma á þessu sviði er m.a. sú, að því fari fjarri, að talið verði að hér á landi gildi almenn regla um hreina hlutlæga ábyrgð vegna „hættulegs atvinnurekstrar". í sérstökum kafla er fjallað um lagarök varðandi ábyrgð án sakar, bæði röksemdir erlendra fræðimanna og rök, sem finna má í (slenskum lögskýringargögnum, einkum lagafrumvörpum. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.