Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 53
skuli skipuð 5 mönnum og engum til vara, en áður var stjórnin skipuð 3 mönn-
um og 3 til vara.
í stjórn félagsins voru kjörin:
Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri, formaður.
Meðstjórnendur:
Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur
Friðrik Sophusson, alþingismaður
Ingibjörg Benediktsdóttir, aðalfulltrúi
Ragnheiður Bragadóttir, lögfræðingur.
Markmið sakfræðifélagsins eru:
1. Að efna til fyrirlestra og ráðstefnuhalds um sakfræðileg efni á sem víð-
tækustum grundvelli.
2. Að stuðla að endurbótum á refsilöggjöf og meðferð opinberra mála,
svo og refsiframkvæmd, með því m.a. að vekja stjórnvöld og almenning
til umræðna og umhugsunar um vandamál á þessu sviði.
3. Að stuðla að rannsóknum á sakfræðilegum efnum.
4. Að aðstoða einstaka félagsmenn við að vinna að ofangreindum mark-
miðum.
Rétt til að ganga i félagið eiga:
1. Allir íslenzkir lögfræðingar og afbrotafræðingar, svo og stúdentar í
þessum greinum.
2. Aðrir þeir, sem áhuga hafa á markmiðum félagsins og líklegir eru til að
leggja þar eitthvað af mörkum, enda samþykki stjórn félagsins inntöku
þeirra.
Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í störfum félagsins, eru hvattir til að
hafa samband við einhvern stjórnarmann.
Starf félagsins í vetur er ekki fullmótað, en ráðgert er að halda 2-3 fundi
fram á vor.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti undirritaður fyrirlestur á aðalfundi fé-
lagsins, er nefndist „Staða fangelsismála“.
í fyrirlestrinum var fyrst gerð grein fyrir þeim fangelsum, sem starfrækt eru
í dag.
Þá var rætt um aðalstefnumótun laga um fangelsi og vinnuhæli frá 1973. Var
bent á, að stefnumótun laganna hefði ekki verið framfylgt og talið ólíklegt,
að svo yrði gert hér eftir. Er þá aðallega átt við ákvæði laganna um ríkis-
fangelsi og unglingavinnuhæli.
Rætt var um aðdraganda þess, að dómsmálaráðuneytið tók yfir fullnustu
á öllum refsivistardómum og gerð var grein fyrir þeirri meginstefnu, sem fylgt
er í dag, þ.e. að öllum óskilorðsbundnum refsivistardómum sé fullnægt og að
reynt sé að hafa fullnustuna í sem eðlilegustu framhaldi af dómsuppsögu.
Fram kom, að um helmingur dómþola afplánaði refsivist sína að fullu, en
hinn helmingurinn fengi reynslulausn, annaðhvort eftir að hafa afplánað 1/2
eða 2/3 hluta refsitímans. Bent var á, að þótt almenn hegningarlög gerðu
ráð fyrir, að almennt væri reynslulausn veitt eftir að menn væru búnir að af-
plána 2/3 hluta refsitímans, fengi meirihlutinn reynslulausn eftir helmings-
afplánun.
Þá kom fram, að föngum hefði fjölgað úr 33 að meðaltali á dag á árunum
eftir 1970 I rúmlega 65 á árinu 1980 og síðan. Þetta þýðir, að á árunum upp
47