Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 18
losuð úr skipi. Skiptir engu máli, hvort olían var flutt í skipinu sem farmur eða var í eldsneytisgeymum skipsins. Skipseigandi sætir þó engri ábyrgð vegna mengunartj óns, ef hann sannar, að tjón hafi hlot- ist af ófriði, hernaðaraðgerð, borgarastyrjöld, uppreisn eða náttúru- hamförum „þess eðlis sem heyrir til undantekninga, eigi verður um- flúið og eigi viðnám veitt.“ Sama gildir, ef tjónið má að öllu leyti rekja til verknaðar eða vanrækslu þriðja manns „í þeim tilgangi gert að valda tjóni“ eða skeytingarleysis eða annars ólögmæts verknaðar yfirvalds, sem ábyrgð ber á viðhaldi vita eða öðrum búnaði til aðstoð- ar við sjófarendur. Skipseiganda er heimilt að takmarka ábyrgð sína eftir reglum, sem nánar greinir í 5. gr. sáttmálans. Samkváímt sáttmálanum ber eigandi skips ekki fortakslaust hlut- læga ábyrgð. Hann ber ekki ábyrgð, ef framantaldar undantekningar eru fyrir hendi, þ.e. „vis major“ o.fl., sjá nánar 2. mgr. 3. gr. sátt- málans.12 2.1.2. Tjón, sem hlutlæg ábyrgð nær til öll eiga ofangreind lagaákvæði það sammerkt, að hin víðtæka ábyrgð er lögð á réttaraðila, sem hafa með höndum starfsemi, sem telja má, a.m.k. að einhverju leyti, sérstaklega hættulega. Almennt þykir eðli- legt, að hlutlæga ábyrgðin taki einungis til tjóns, er rakið verður til hinnar sérstöku hættu, sem fylgir starfseminni. Til dæmis hefur lengst af verið talið, að skilyrði 67. gr. umferðarlaga um að tjón hafi hlotist af ökutæki „í notkun“ bæri að skýra svo, að átt sé við þá notkun, þar sem hinir sérstöku hættueiginleikar ökutækis hafa leitt til tjóns.13 Ljóst er þó, að á þeim skýringarkosti verður ekki lengur byggt, sjá Hrd. 1981,1203. 1 1. mgr. 133. gr. loftferðalaga er samsvarandi skilyrði („notkun loftfars") fyrir hlutlægri ábyrgð. Ekki verður fullyrt um að hug- takið notkun í merkingu 133. gr. loftferðalaga verði afmarkað á svip- aðan hátt og notkunarhugtak 67. gr. umferðarlaga. Gildissvið hinna víðtæku bótareglna í 2. mgr. 205. gr. siglingalaga og 3. gr. alþjóðasamnings um olíumengun er hins vegar ekki bundið við notkunarhugtak eða annan slíkan teygjanlegan mælikvarða. Af ákvæði 2. mgr. 205. gr. siglingalaga verður alls ekki ráðið, að hlut- 12 Um sáttmála þennan sjá Arnljótur Björnsson, 1982, 69-70, en einkum þó rit, sem þar er vitnað til. Itarlega greinargerð um sáttmálann, önnur bótaúrræði vegna olíumengunar og sænska löggjöf á grundvelli sáttmálans er að finna hjá Jacobsson, 529-568. 13 Theodór B. Líndal, 7 og Arnljótur Björnsson, 1975,109-110. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.