Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 19
læga ábyrgðin sé háð því, að slys hljótist af einhverjum þeim sérstöku
hættum, sem tengdar eru skipum, siglingum eða sjómennsku. Ákvæð-
ið er svo víðtækt, að álíta verður, að útgerðarmaður beri hlutlæga
bótaábyrgð vegna hvers kyns slysa, sem ráðinn maður í skiprúm verð-
ur fyrir, ef önnur skilyrði 2. mgr. 205. gr. siglingalaga eru fyrir hendi,
þ.e. slys við vinnu í þágu skips o.fl. Útgerðarmaður ber skv. þessu
hlutlæga ábyrgð vegna slysa við störf, sem ekki eru að neinu leyti
hættulegri en annað það, sem menn taka sér fyrir hendur í eða utan
starfs. Sem dæmi um þetta má nefna slys skipverja, sem hrasar á
gólfi í borðsal skips, er liggur við bryggju, eða sker sig, þegar hann
er að skera sér brauð. I framkvæmd reynir þó afar sjaldan á þessa
víðtæku reglu vegna bráðabirgðaákvæðis siglingalaga um slysatrygg-
ingu sjómanna, svo sem vikið var að hér að framan.
Svið hinnar víðtæku ábyrgðar eftir 3. gr. alþjóðasamnings frá 29.
nóvember 1969 um olíumengun sjávar takmarkast við mengunartjón
„af völdum olíu sem lekið hefur eða verið losuð úr skipi.“ Ef tjón
verður með öðrum hætti en nú var lýst, yrði eigandi skips ekki ábyrg-
ur, nema á grundvelli sakar. Flutningur umbúðalauss olíufarms með
skipi er glöggt dæmi um starfsemi, sem felur í sér sérstaklega mikla
hættu á yfirgripsmiklu tjóni. Ábyrgðarregla 3. gr. samningsins er þó
ekki bundin við stórtjón. Hún á einnig við minni háttar mengunar-
tjón, enda séu önnur bótaskilyrði fyrir hendi. 1 1. gr. samningsins eru
skilgreind ýmis hugtök, svo sem „skip“, „olía“ og „mengunartjón“.
Skilgreiningarnar auðvelda skilning á efni bótareglu 3. gr.
»
2.1.3. Sérstakar takmarkanir á gildissviði reglnanna
Fram hefur komið, að lagaákvæðin, sem hér um ræðir, mæla ekki
svo fyrir, að rekstraraðili beri hlutlæga ábyrgð á öllu tjóni, sem hlýst
af rekstri hans, án tillits til hvernig tjón ber að höndum. Gildissvið
reglnanna er háð almennum takmörkunum, svo sem að tjón hafi hlot-
ist af því, að starfsemin sé sérstaklega hættuleg (umferðarlög) eða
tjónþoli teljist til ákveðins hóps manna (205. gr. siglingalaga). Einn-
ig eru í öllum umræddum lögum sérstök ákvæði um eigin sök tjón-
þola, en um þau vei’ður ekki fjallað hér. Auk hinna almennu takmark-
ana sætir hlutlæg ábyrgð ýmsum sérstökum takmörkunum samkvæmt
greindum lagaákvæðum. Þessar lögákveðnu undantekningar frá hlut-
lægri ábyrgð eru af ólíkum toga spunnar. Verður nú gefið örstutt yfir-
lit yfir þær og þeim skipað í flokka eftir eðli þeirra.
(a) Tjón hlýst á öðrum sams konar „rekstri“. Hlutlæg ábyrgð gildir
ekki, er skráningarskylt vélknúið ökutæki skemmist í árekstri við ann-
13