Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 30
en þingmenn ræddu ekki sérstaklega um hlutlægu regluna.
Fara þarf nokkra áratugi aftur í tímann til að rekja sögu víðtækrar
bótareglu vegna umferðartjóns, en fyrirmæli um hlutlæga ábyrgð eru
nú í umferðarlögum nr. 40/1968. Árið 1914 var lagt fram á Alþingi
frv. til laga um notkun bifreiða. í því fólst tillaga um hlutlæga ábyrgð
bifreiðareiganda vegna tjóns af völdum aksturs bifreiðar. Reglan um
hlutlæga ábyrgð átti þó ekki að ná til tjóns á fólki eða varningi, sem
bifreið flytur, nema hún væri til afnota fyrir almenning gegn borg-
un. 1 frv. er ekki sagt annað um þessa nýju reglu en að hún sé tekin
upp eftir norskum áltvæðum um sama efni og að svipuð ákvæði gildi
í Danmörku.49 Tillaga þessi hlaut ekki samþykki Alþingis, en í stað
hennar var lögleidd sakarlíkindaregla. Ymsir þingmenn bentu á, að
bifreiðir gætu haft hættu í för með sér og töldu að þess vegna ættu
eigendur að bera ríka bótaábyrgð. Einn þingmanna, Sveinn Björns-
son 1. þm. Rvk., mælti gegn víðtækri bótaskyldu og benti m.a. á, að
bótareglur frv. brytu algerlega í bága við allar gildandi reglur um
skaðabætur hér á landi. Hann sagði einnig, að þegar brotið væri í
bága við allar gildandi reglur, þyrftu að koma fram grundvallaðar
ástæður fyrir því. Slíkar ástæður hafi ekki komið fram. Ennfremur
sagðist Sveinn Björnsson ekki álíta það nægileg rök að benda á að
svona ákvæði væru í lögum í Danmörku og Noregi.50
Sakarlíkindaregla gilti um tjón af notkun bifreiða þar til sett voru
umferðarlög nr. 26/1958. Þá var lögfest hlutlæg bótaregla, sem hefur
gilt síðan. 1 grg. með umferðarlagafrumvarpinu, sem lagt var fyrir
Alþingi 1957 segir svo:
„Að því er varðar ábyrgðarreglurnar sjálfar, þá hefur það gilt,
að sá, er ábyrgð ber á bifreið, er fébótaskyldur, nema leitt sé í ljós,
að slysi eða tjóni hefði ekki orðið afstýrt, þótt bifreiðin hefði
verið í lagi og ökumaður sýnt fulla aðgæzlu og varkárni. Hér á
landi hefur reynslan orðið sú, að þeim, er ábyrgð ber á bifreið,
hefur sjaldnast tekizt að sanna gallaleysi tækisins eða fulla að-
gæzlu eða varkárni ökumanns. Hefur gildandi reglum því í fram-
kvæmd verið beitt sem um algera (objectiva) bótaábyrgð væri að
ræða. Annars staðar á Norðurlöndum hefur og farið á sömu lund.
Orðalág gildandi reglu er til þess fallið, að menn reyni að losna
undan ábyrgð í skjóli hennar. Hún ýtir þannig undir menn til
þess að leggja í hæpin málaferli. Á hinn bóginn munu tryggingar-
49 Alþt. 1914 A, bls. 86.
50 Alþt. 1914 B III, d. 182-183.
24